Grunnnám rafiðna

Grunnnám rafiðna veitir almenna og faglega undirstöðumenntun undir sérnám í rafiðngreinum, þ.e. rafeindarvirkjun, raf- og rafvélavirkjun, rafveituvirkjun og símsmíði og er jafnframt skilyrði til innritunar í sérnám þessara greina. Brautin er í endurskoðun og ekki í boði veturinn 2017-2018.