NÆRG2FV05 - Næringarfræði, grunnur

Næringarfræði grunnur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í áfanganum er farið í hlutverk næringarefna í líkamanum og hvernig komið er í veg fyrir næringarskort. Fjallað er um orku- og næringarþörf einstaklinga og útreikningar á orkuþörf metnir með tilliti til opinberra ráðlegginga. Fjallað er um orkuefnin kolvetni, fitu og prótein, vítamín og steinefni. Melting og frásog og nýting næringarefna eru jafnframt skoðuð. Fjallað er um næringarþarfir sérstakra hópa, s.s. barna, unglinga, aldraðra og íþróttafólks. Einnig er fjallað um algengt sérfæði m.a. fæðutegundir sem geta valdið ofnæmi og óþolsviðbrögðum . Fjallað er um fæðutengdar ráðleggingar til Íslendinga, tilgang og niðurstöður íslenskra neyslukannana

Þekkingarviðmið

 • hlutverki næringarefna og áhrifum skorts á líkamsstarfsemi
 • orku- og næringarþörf mismunandi hópa, eftir aldri, líkamsástandi og hreyfingu
 • útreikningi fyrir orkuþörf einstaklinga
 • útreikningi á næringargildi máltíða
 • meltingu og frásogi næringarefna
 • opinberum ráðleggingum og hvers vegna neyslukannanir eru lagðar fyrir

Leikniviðmið

 • greina hollt mataræði frá óhollu út frá opinberum ráðleggingum
 • nota hugtök áfangans sem hann hefur öðlast þekkingu á í réttu samhengi og á rökréttan hátt
 • reikna út eigin orkuþörf og næringarinnihald máltíða

Hæfnisviðmið

 • meta hollustu fæðu.
 • meta orkuþörf einstaklinga
Nánari upplýsingar á námskrá.is