Námsbrautir

Skólinn býður upp á verk- og bóknám. Bæði styttri brautir og brautir til starfsréttinda og stúdentsprófs.

Á stúdentsprófsbraut eru þrjár ólíkar námslínur auk þess sem nemendur geta stundað nám til stúdentsprófs að loknu eða samhliða starfsnámi. Stúdentspróf veitir rétt til inngöngu í háskóla og ýmsa sérskóla eða starfsréttindanámi. 

Nám til stúdentsprófs

Þriggja ára stúdentsprófsbraut

Val um þrjár línur:
Félagsvísindalína, náttúrufræðilína, opin lína.
 

Stúdentspróf starfsnám. Fyrir nemendur sem lokið hafa starfsnámi með námslokum á 3. hæfniþrepi.

Fjögurra ára stúdentspróf skv. eldri námskrá 

Starfsbraut

Starfsbrautir Framhaldsskólans  eru ætlaðar fötluðum nemendum, sbr. 2. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra sem hafa verið í sérdeildum eða sérskólum og/eða fengið námsmat samkvæmt 48. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995 og hafa ekki forsendur til þess að stunda nám á öðrum námsbrautum framhaldsskólans.

 

Starfsréttindanám

Sjúkraliðabraut er ætlað að búa nemendur undir sjúkraliðastörf.  Námið gefur rétt til starfsheitis sjúkraliða og þar með starfsréttindi. Veitir ennfremur undirbúning undir frekara nám. Nú getur starfsfólk sem unnið hefur við ummönnun sjúklinga í a.m.k.  5 ár tekið sjúkraliðanámið á styttri tíma og fengið starfsreynslu sína metna.

 

Vélstjórnarbraut A.  Er ætluð þeim sem hyggjast afla sér réttinda til að starfa á skipum með vélarafl minna en 750kW og sækjast ekki eftir frekara vélstjórnarnámi. Nemandi þarf að vera 18 ára og verið á vinnumarkaði til að fá að hefja nám á þessari braut.

Vélstjórnarbraut B. Námið er 126 einingar og veitir þeim nemendum sem því ljúka réttindi til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með vélarafl 1500 kW og minna og undirvélstjóra á skipum með 300kW og minna. Réttindi fást að fullnægðum skilyðrum um siglingartíma og starfsþjálfun.  

 

Iðnnám

Grunnnám málmiðngreina. Markmið námsins er að nemendur hljóti almenna og faglega undirstöðumenntun til þess að takast á við sérnám til starfsréttinda í blikksmíði, rennismíði, stálsmíði eða vélvirkjun. Meðalnámstími grunnnámsins eru fjórar annir.

Grunnnám rafiðna veitir almenna og faglega undirstöðumenntun undir sérnám í rafiðngreinum, þ.e. rafeindarvirkjun, raf- og rafvélavirkjun, rafveituvirkjun og símsmíði og er jafnframt skilyrði til innritunar í sérnám þessara greina.

 

 

Annað nám

Framhaldskólabrú er ætluð nemendum sem ekki hafa náð tilskyldum námsárangri upp úr grunnskóla til að hefja nám á námsbrautum þar sem gilda inntökuskilyrði um árangur í einstökum námsgreinum. Brautin er skipulögð sem tveggja - fjögurra anna nám.