Iðnmeistaranám

Iðnmeistaranám er öflugt nám í stjórn­unar- og rekstr­ar­greinum sem miðar að því að gera nemendur hæfa til að reka fyrirtæki skv. 10. grein iðnaðarlaga nr. 42/1978 og vera færa um að sjá um leiðsögn og kennslu iðnnema í eigin iðngrein. Hver maður getur leyst til sín meistarabréf ef hann fullnægir skilyrðum 3. gr. laganna, hefur lokið sveinsprófi, unnið síðan undir stjórn meistara í iðngrein sinni eitt ár minnst og jafnframt lokið meistaraprófi í iðninni frá meistaraskóla. Meistarabréf veitir meistara leyfi til að reka þá iðngrein sem meistarabréf hans tekur til.

Námið samanstendur af 38 einingum en þess utan þurfa sumar iðngreinar að taka fleiri einingar, sjá hér fyrir neðan. Námið er á fjórða hæfniþrepi íslensks hæfniramma um menntun og er kennt í dreifnámi og skipulagt þannig að möguleiki er að taka það með vinnu.

Til að hefja iðnmeistaranám þurfa nem­endur að hafa lokið sveins­prófi í lög­gildri iðngrein.

Slóð á áfanga í námskrá