Orðabækur

Orðabækur  (sjá einnig  upplýsingar á GagnasöfnLeitarvélar,  Tenglasöfn)

Á bókasafninu er gott safn orðabóka á prentuðu formi. 

Auk þess er safnið áskrifandi að eftirfarandi rafrænum orðasöfnum sem aðgengileg eru fyrir nemendur og starfsfólk á staðarneti skólans:

Snara.is
Snara geymir yfir tvær milljónir uppflettiorða í tugum orðabóka og uppflettirita, alls 34. Nota má samþætta leit þar sem leitað er í öllum uppflettiritunum eða leita í hverjum efnisflokki eða riti um sig, sjá www.snara.is.

Efnisflokkarnir sem þar er að finna eru eftirfarandi: íslensk uppflettirit, enskar, danskar, franskar, ítalskar, pólskar, spænskar og þýskar orðabækur og bækur um mat.

Af íslensku uppflettiritunum má til dæmis nefna íslenskar orðabækur, Íslensku alfræðiorðabókina, Nöfn Íslendinga, Samtíðarmenn, Íslandsatlas, orðstöðulykill verka Halldórs Laxness, orðstöðulykil Íslendingasagna og Orðfák.

Orðasöfn í opnum aðgangi

Í opnum ókeypis aðgangi er ýmis gagnleg orðasöfn að finna. Má til dæmis nefna eftirfarandi:

ISLEX – margmála veforðabók
ISLEX er margmála veforðabók þar sem íslenska er viðfangsmálið og markmálin eru danska, sænska, norskt bókmál, nýnorska og færeyska, sjá http://islex.hi.is/.

Málið.is
Málið.is er leitargátt hjá Stofnun Árna Magnússonar fyrir nokkur gagnasöfn um íslensku. Gagnasöfnin eru beygingalýsing íslensks nútímamáls (BÍN), íslenska stafsetningarorðabókin, orðabók íslensks nútímamáls, íslenskt orðanet, málfarsbankinn, íðorðabankinn og íslensk orðsifjabók. Með leitargáttinni er hægt að leita samtímis í öllum þessum gagnasöfnum, sjá www.malid.is.

Tálmálsorðabók 
Táknmálsorðabókin er þekkingarbrunnur fyrir íslenskt táknmál í vef og farsíma. Þar er að finna um 9.000 tákn. Útgefandi er Samskiptamiðstöð sjá www.signwiki.is. 

Sjá fleiri orðabækur í opnum aðgangi hjá Landsaðgangi að rafrænum áskriftum

 

Uppfært september 2023