Gagnasöfn á netinu

Gagnasöfn á netinu (sjá einnig  upplýsingar á Leitarvélar, Orðabækur, Tenglasöfn

Leitir.is veitir aðgang að fjölbreyttu vísinda-, fræðslu- og afþreyingarefni. Vefurinn veitir upplýsingar um bækur, tímarit og greinar, rafbækur, hljóðbækur, tónlist, ljósmyndir, lokaverkefni háskóla, myndefni, vefsíður, fornleifar og muni. Oft er hægt að skoða ljósmyndir og sækja heildartexta.

Hægt er að hlaða niður tímaritsgreinum, bókum og skýrslum á eigin lestæki eða tölvu. 

Leitir.is er samþætt leitargátt sem býður upp á samleit í eftirfarandi gagnabönkum: Hvar.isSarpur.isSkemman.is, Bækur Hirsla,  Myndavefur Ljósmyndasafns ReykjavíkurLjósmyndasafnAkraness,  Rafbókum Norræna hússinsRafbókasafnið, Afríka, Opin vísindi og Timarit.is.

Bókasafn FÍV er eitt þeirra safna sem greiðir fyrir Landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum en þau eru ókeypis til reiðu fyrir alla landsmenn sem hafa aðgang að nettengdri tölvu. Slóðin er www.hvar.is. 

Gegnum hvar.is er aðgangur að heildartexta greina um 20.000 tímarita. Einnig má nefna fjölmörg gagnasöfn, alfræðirit og orðabækur. Sjá efnisflokkun efst á síðunni.

Vakin er sérstök athygli á alfræðiritinu Britannica Academic, sem er yfirgripsmikið og vandað alfræðirit og nær einnig yfir safn valinna vefsíðna á Netinu, og gagna­safninu ProQuest. Þar er að finna svokölluð altextuð tímarit sem þýðir að allur texti tímaritanna er fyrir hendi á rafrænu formi sem hægt er vista yfir á vinnusvæði viðkomandi notanda eða prenta beint út.

Á www.hvar.is er einnig að finna krækjur í valin gjaldfrjáls gagnasöfn, bæði íslensk og erlend. Mælt er með því að kynna sér þau við vinnslu verkefna og ritgerða.

Mörg íslensk tímarit er að finna á  rafrænu formi á vefnum timarit.is.

 

Uppfært febrúar 2021