• JÓGA & HEILSUVITUND ÍÞRÓ1HRO2

  Er ekki frábært að dekra við líkama, huga og sál og fá 2 einingar fyrir.
  Jóga tímar eru á
  mánudögum & miðvikudögum kl. 15.55 – 16.45
  í Núvitundarstofu FÍV.

  Á mánudögum er hefðbundinn jóga tími með öndunaræfingum, jógastöðum, teygjum, hugleiðslu & slökun í lok tímans.

  Á miðvikudögum er Jóga Nidra tími. Jóga Nidra er mögnuð aðferð sem losar um streitu og spennu. Leitt er í djúpa slökun, þar sem sleppt er takinu af stressi, kvíða og áhyggjum. Þessi djúpa slökun losar um hindranir hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi.

  Verið Hjartanlega velkomin

  kærleikskveðja
  Katrín Harðar.