• #BeActive ÍÞRÓTTAVIKA EVRÓPU 2022 DAGSKRÁ FÍV

  Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu býður FÍV upp á eftirfarandi dagskrá:

  29. sept.
  Kl. 15-17 Kynning á Frísbígolfi – Staðsetning við íþróttahús.
  Kl. 18      Fótboltalið FÍV keppir við lið frá Lancaster í Herjólfshöllinni.

  Kl. 19-21 Frítt í sund fyrir nemendur FÍV - Nemendafélagið heldur uppi stuðinu með góðri tónlist.

  3. okt.

  Kl. 13 Fyrirlestur í sal FÍV „Þú sem vörumerki“ Silja Úlfarsdóttir.
  Silja var fljótasta kona landsins í áratug og á ennþá Íslandsmetið í 200m hlaupi innanhúss. Hún hefur þjálfað okkar helstu afreksmenn, mörg íþróttalið bæði í handbolta og fótbolta. Sem og unglinga sem hafa náð markmiðum sínum og unga íþróttamenn sem eru að stíga sín fyrstu skref.

  Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Slagorð verkefnisins er #BeActive.