• Jöfnunarstyrkur opnað fyrir umsóknir þann 1. september vegna námsársins 2023-2024

    Nemendur sækja um á Mitt LAN með rafrænum skilríkjum. Þeir nemendur sem ætla að stunda nám á bæði haustönn og vorönn , eru hvattir til að sækja um báðar annir í einu.
    Ekki eru veittir styrkir fyrir fjarnámi en dreifnám er styrkhæft ef nemendur þurfa að keyra í skólannn að meðaltali 3 daga í viku.
    Jöfnunarstyrkur skiptist í dvalarstyrk og akstursstyrk:
    Akstursstyrkur er ætlaður þeim nemendum sem keyra daglega í skólann frá lögheimili sínu. Lögheimili má þó ekki vera í nágrenni skóla, sjá töflu um skilgreiningar á nágrenni skóla hér á heimasíðu sjóðsins. Akstursstyrkur er einnig fyrir þá nemendur sem búa ekki í foreldrahúsum en geta ekki sýnt fram á leigugreiðslur.
    Dvalarstyrkur er fyrir þá nemendur sem flytja a.m.k. 30km frá lögheimili sínu og fjölskyldu til þess að geta stundað nám sitt, það er, þeir nemendur sem eru á heimavist og/eða greiða leigu.
    Nemendur verða að hafa gild tengsl við lögheimili en gild tengsl eru:
    § Lögheimili er hið sama og foreldra/forráðamanns
    § Sama lögheimili og maki (eða sambýlingur skv. skráðri sambúð í þjóðskrá)
    § Sama lögheimili og barn/börn (senda kt. 1-2 yngstu barna)
    § Eigandi að lögheimilishúsnæði –senda fasteignamatsvottorð
    § Leigir lögheimilishúsnæði – senda þinglýstan leigusamning
    Nemendur verða að taka próf í 20 einingum.
    Hægt er að fá jöfnunarstyrk að hámarki í 4 ár eða 8 annir.

    Ef þú óskar eftir frekari upplýsingum getur þú sent fyrirspurn á menntasjodur@menntasjodur.is.

  • KVIKMYNDAHÁTÍÐ FRAMHALDSSKÓLANNA

    Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna verður haldin í 10. skipti 16.-17. mars 2024 í Bíó Paradís 

    Það eru veitt verðlaun á hátíðinni m.a fyrir bestu myndina, besta leik, bestu tæknilegu útfærsluna, bestu myndatökuna, uppáhalds mynd áhorfenda o.s.fv. Til dæmis eru hæstu verðlaun (það er fyrir bestu myndina) sumarnámskeið í New York Film Academy!!!

    Umsóknarfrestur er til 1. desember 2023. Sækið um á Filmfestival.is. 

    Athugið að myndin sjálf þarf ekki að vera tilbúin fyrir 1. Desember, það er í lagi að senda inn umsókn þótt myndin sé ekki kláruð.

     

  • FRÍS 2024

    Þá er komið að því!

     Við leitum að þátttakendum í Framhaldsskólaleika Rafíþróttasambands Íslands FRÍS.

     Keppnin hefst 29. janúar og stendur fram til 6. mars.

     Keppt verður í eftirfarandi leikjum:

     Counter-Strike 2 – Fimm manna teymi

    Rocket League – Þriggja manna teymi (Cross-play í RL er leyfilegt, keppendur ráða hvort þau spili á PC eða PlayStation)

    Valorant – Fimm manna teymi

    Áhugasamir senda tölvupóst (Nafn + netfang + símanúmer) á skrifstofu skólans - skrifstofa@fiv.is

    Hvetjum einstaklinga af öllum kynjum að taka þátt