Bókasafn

Bókasafnið er staðsett á 3. hæð Framhaldsskólans.

Opnunartími:
Mánudaga – fimmtudaga kl. 09.00-14:00
Föstudaga kl. 10.00-12.15

Yfirmaður safnsins er Elísabet Ruth Guðmundsdóttir bókasafnsfræðingur

Hlutverk:

Bókasafnið þjónar fyrst og fremst kennurum, nemendum og öðru starfsfólki Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.

Safnkostur

Á bókasafninu er aðallega að finna efni sem tengt er námsgreinum skólans eða snertir starfsemi hans á annan hátt.
Á safninu er skráðar um það bil 10.000 bækur, þar af hluti í geymslu, um það bil 160 myndbönd, geisladiskar og snældur.
Tímarit, fréttabréf og ársskýrslur sem berast safninu eru um 110.

Flokkunarkerfi

Bækur eru flokkaðar eftir svokölluðu Dewey flokkunarkerfi. Það þýðir að hverri einstakri bók er gefin flokkunartala eftir efni. Aðalflokkar kerfisins eru eftirfarandi en nánari sundurgreiningu þess er að finna á safninu:

000 Rit almenns efnis
100 Heimspeki Sálarfræði
200 Trúarbrögð
300 Samfélagsmálefni Félagsvísindi
400 Tungumál
500 Raunvísindi Náttúrufræði
600 Tækni og hagnýtt vísindi
700 Listir Skemmtanir Íþróttir
800 Bókmenntir
900 Saga Landafræði Ævisögur

Flokkstalan er vélrituð á hvítan miða sem er á kili bókarinnar ásamt raðorði, en raðorðið er: þrír fyrstu stafirnir í nafni höfundar bókarinnar eða titils.

Bókunum er svo raðað í hillu eftir flokkstölu, en innan hvers flokks eftir stafrófsröð raðorðanna.
Skáldsögur fá ekki flokkstölu. Þeim er raðað í stafrófsröð eftir nafni höfundar og athuga þarf vel að íslenskum höfundum er raðað eftir skírnarnafni en erlendum höfundum eftir eftirnafni. Raðorðið á hvíta miðanum á skáldsögum er: þrír fyrstu stafir í nafni höfundar og þrír fyrstu stafir í nafni bókarinnar.

Hafa þarf í huga að strikamiðinn aftan á hverri bók er alveg óháður efni bókarinnar. Hann er eingöngu til þess, að tölvan geti lesið um hvaða bók er að ræða.

Hver einasta bók í bókasafninu hefur sitt sérstaka strikanúmer, sem engin önnur bók er með.

Útlán

  • Öll útlán eru endurgjaldslaus.
  • Útlánstími bóka er yfirleitt 4 vikur en kennslubækur eru ekki lánaðar út.
  • Tímarit eru einungis til aflestrar á safninu.
  • Öll útlán tölvuskáð
  • Fartölvur til útláns fyrir nemendur

Millisafnalán

Ef bókasafnið á ekki það efni sem beðið er um er reynt að útvega það annars staðar frá.

Aðstaða

Á bókasafninu eru sæti fyrir 32 notendur.