Fjarnám

Hægt er að stunda nám í flestum áföngum sem kenndir eru við skólann í fjarnámi. 

Í FÍV er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og fjölbreytt námsmat. Í öllum áföngum er símat en í einstaka áföngum eru einnig lokapróf. Lögð er áhersla á að  nemendur fái stöðugar upplýsingar um stöðu sína í námi og eru nemendur metnir jafnt og þétt alla önnina með það að markmiði að nota niðurstöðurnar til að bæta námsárangur og kennslu. Násmsmat getur bæði verið skriflegt og munnlegt.  Hverri önn er skipt niður í þrjár námslotur. Eftir tvær fyrstu loturnar er gefið leiðbeinandi námsmat sem nýtist nemendum við áframhaldandi nám