Húsasmíði

Húsasmiður býr yfir hæfni til að vinna sjálf­stætt og leiðbeina öðrum, þekkir ábyrgð sína, siðferðilega stöðu og getur lagt mat á eigin vinnu. Húsasmiður getur mælt út fyrir bygg­ingu og afsett hæðir, hannað og útfært ein­föld hús og hús­hluta, metið og valið aðferðir, verk­ferla, verk­færi og efni sem henta hverju sinni, metið eig­in­leika efnis og álagskrafta sem þeim tengjast, metið þörf fyrir viðhald húsa og hús­hluta og valið efni og aðferðir til viðhalds, leiðbeint hús­eig­endum um val á efni til nýbygg­inga og viðhalds. Húsasmíði er lög­gilt iðngrein.