Nemandi með stúdentspróf af bóknámsbraut býr yfir almennri og sérhæfðri þekkingu, leikni og hæfni til að takast á við nám á háskólastigi. Sérhæfingin tengist því fræðasviði á háskólastigi sem stefnt er á. Við sérhæfinguna hefur hann öðlast innsýn inn í starfsaðferðir viðkomandi fræðasamfélags og býr yfir hæfni til að verða ábyrgur og virkur einstaklingur í því lýðræðislega samfélagi. Hann getur nýtt sér erlent tungumál við frekara nám og sér menntun sína í alþjóðlegu samhengi. Hann býr yfir hæfni til að geta tjáð sig um sérhæfða þekkingu sína, getur skýrt og rökstutt verklag á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hátt. Hann býr yfir hæfni til að tengja þekkingu sína og leikni við tækni og vísindi og getur nýtt þekkingu sína, leikni og hæfni til að greina ný tækifæri.

Forkröfur

Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

Skipulag

Nám á stúdentsbrautinni getur verið bæði bóklegt og verklegt. Námið fer að mestu leyti fram í skólanum. Á brautinni er 110 eininga kjarni sem allir nemendur taka. Nemendur velja síðan eina af eftirfarandi línum (pakkaval); félagsvísindalína (40 fein.), náttúrufræðilína (45 fein.), opin lína (0 fein.). Nemendur á félagsvísindalínu velja síðan 50 einingar úr öllu námsframboði skólans, nemendur á náttúrufræðilínu velja 45 einingar en nemendur á opinni línu velja 90 einingar. Þær einingar geta verið af hvaða tagi sem er en við skipulagningu náms á opinni línu er nauðsynlegt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa. Nemendur sem velja verknám til stúdentspróf velja opna línu. Mikilvægt er að allir nemendur skipuleggi nám sitt með aðgangsviðmið háskóla í huga eftir því sem við á. Kennsluaðferðir eru verkefnamiðaðar. Hugmyndafræðin í kennslunni gengur út á að búa til námssamfélög með samvinnu kennara og nemenda þar sem samtalið á milli þeirra er mikilvægur þáttur í náminu.

Námsmat

Áhersla er lögð á hæfni nemenda á vegferð þeirra og mikilvægt að námsmatið styðji við þau markmið sem stefnt er að. Æskilegt er að í námsmati felist jafnframt leiðsagnarmat, það er leiðbeining til nemenda um hvernig þeir geti með árangursríkustum hætti hagað námi sínu í framhaldinu. Námsmat skal vera réttmætt og áreiðanlegt og umfang þess í samræmi við nám og kennslu í viðkomandi áfanga. Námsmat skal byggja á margvíslegum námsmatsaðferðum og fela í sér traustar heimildir um hæfni nemenda. Þess skal gætt að námsmatið taki til allra þátta námsins þannig að þekking nemenda, leikni og hæfni auk framfara sé metin. Námsmatsaðferðir geta verið verklegar, munnlegar eða skriflegar, falið í sér sjálfsmat, jafningjamat, símat og lokamat.

Reglur um námsframvindu

Reglur um námsframvindu eru samkvæmt skólareglum. Námstími til stúdentsprófs er 3 ár og þarf nemandi að taka 33-34 einingar á önn til að ljúka á þeim tíma. Nemendur velji áfanga í samráði við náms- og starfsráðgjafa með aðgangsviðmið háskólanna til hliðsjónar. Passa þarf að uppfylla kröfur um hlutfall eininga á hverju þrepi.

Hæfnisviðmið

 • afla sér þekkingar með fjölbreyttum hætti, meta hana á gagnrýninn hátt og nýta við verkefni daglegs lífs, til frekara náms eða starfs
 • nálgast viðfangsefni sín og umhverfi á víðsýnan, umburðarlyndan og ábyrgan hátt
 • fjalla um og taka þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags
 • skilja og bera virðingu fyrir ólíkum menningarheimum og átta sig á að tungumálið er stór þáttur í sjálfsmynd einstaklings og þjóðar
 • beita vísindalegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mælingar, mat, úrvinnslu og túlkun
 • sýna frumkvæði, skapandi hugsun og sjálfstæði í vinnubrögðum og við mat á eigin vinnuframlagi og annarra
 • afla sér víðtækra upplýsinga, jafnt á íslensku sem ensku og meta áreiðanleika þeirra
 • tjá sig og eiga samskipti á íslensku og erlendu tungumáli af öryggi
 • gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni og taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi
 • taka þátt í upplýstri umræðu og taka ábyrga afstöðu og ákvarðanir er snúa að umhverfis- og orkumálum, lífsskilyrði Jarðarbúa, vísindum og tækni
 • takast á við nám á háskólastigi

Almennur kjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Stærðfræði STÆR 3TF05 2LÆ05 2FF05 0 10 5
Enska ENSK 3MB05 2LM05 2TM05 3UH05 0 10 10
Íslenska ÍSLE 3NB05 2RM05 2RL05 3FS05 0 10 10
Fjármálalæsi FJÁR 1FD05 5 0 0
Félagsvísindi FÉLV 1IF05 5 0 0
Náttúrufræði NÁTT 1UN05 5 0 0
Listir LSTR 2ME05 0 5 0
Lokaverkefni LOKA 3VE03 0 0 3
Íþróttir ÍÞRÓ 1LH01 1HL02 1ÚH01 4 0 0
Saga SAGA 1MF05 5 0 0
Danska DANS 2TL05 0 5 0
Nýsköpun NÝSK 2HA05 0 5 0
Einingafjöldi 97 24 45 28

Bundið pakkaval
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Þriðja mál - spænska
Spænska SPÆN 1UT05 1HL05 1LT03 13 0 0
Einingafjöldi 13 13 0 0
Þriðja mál - þýska
Þýska ÞÝSK 1UT05 1ÞB05 1ÞM03 13 0 0
Einingafjöldi 13 13 0 0
Félagsvísindalína
Félagsfræði FÉLA 2SF05 2KA05 3KY05 0 10 5
Heimspeki HEIM 2AA05 0 5 0
Stjórnmálafræði STJÓ 3ST05 0 0 5
Sálfræði SÁLF 2IS05 0 5 0
Uppeldisfræði UPPE 2AL05 0 5 0
Saga SAGA 2ÁN05 0 5 0
Einingafjöldi 40 0 30 10
Náttúrufræðilína
Eðlisfræði EÐLI 2AV05 0 5 0
Efnafræði EFNA 2EE05 0 5 0
Stærðfræði STÆR 3DM05 3HR05 2HH05 0 5 10
Líffræði LÍFF 2EL05 2LE05 0 10 0
Jarðfræði JARÐ 2JK05 0 5 0
Landfræði LANF 3ÍS05 0 0 5
Einingafjöldi 45 0 30 15