Nám í áfangaskóla

Nám í áfangaskóla

Skipulag náms

FÍV starfar eftir áfangakerfi. Í því felst að námsefni í einstökum námsgreinum er skipt niður í afmarkaða áfanga sem kenndir eru eina önn í senn. Tvær jafngildar annir eru á hverju skólaári, haustönn og vorönn. Hvorri önn er skipt í tvo hluta. Í lok hvors hluta fer fram námsmat.

Námseiningar

Allt nám í skólanum er metið til námseininga.

Námsáætlanir, val

Nemendur velja áfanga á hverri önn og bera ábyrgð á skipulagi náms síns. Þó velur skólinn áfanga fyrir nemendur á fyrstu önn þeirra í námi. Í byrjun náms gera nemendur áætlun um nám sitt til loka. Skrá yfir áfanga í boði er gefin út fyrir hverja önn og verða áætlanir og val nemenda að taka mið af henni. Auk þess verður nemandinn að gæta þess að brjóta ekki reglur um undanfara og einingafjölda á viku. Framboð námsáfanga tekur m.a. mið af nemendafjölda á brautum og fjárveitingum til kennslu.

Kennsluáætlanir

Við upphaf kennslu fá nemendur aðgang að kennsluáætlun þar sem fram koma m.a. upplýsingar um námsmarkmið viðkomandi námsáfanga, áætlun um yfirferð og  listi yfir námsgögn. Við upphaf áfangans skal kynna nemendum tilhögun námsmats og reglur um framkvæmd þess. Hið sama á við um vægi verklegra þátta, ritgerða, munnlegs prófs og annarra námsmatsþátta í lokaeinkunn. Kennsluáætlanir eru aðgengilegar nemendum á kennsluvef skólans.

Námsbrautir

Námsbrautir er það samval áfanga sem nemendum stendur til boða í skólanum. Nemendur brautskrást eftir að hafa lokið tiltekinni námsbraut. Í brautalýsingum eru tilteknir þeir áfangar sem tilheyra hverri braut. Ýmsir námsáfangar eru sameiginlegir mörgum námsbrautum og í þeim er nemendum raðað saman í kennsluhópa án tillits til þess á hvaða braut þeir eru skráðir. Auðvelt er að skipta um braut eftir fyrstu námsannirnar án þess að það kosti tímatap eða önnur óþægindi þar sem flestir námsbrautir eiga sameiginlegar kjarnagreinar.

Kennslustundir

Í skólanámskrá þessari er miðað við að hver kennslustund sé 60 mínútur.

Stundatöflur nemenda

Í áfangakerfinu eru búnar til stundatöflur fyrir hvern nemanda. Gefinn er ákveðinn frestur til töflubreytinga í upphafi annar og er tilhögun þess auglýst sérstaklega.

Undanfarar

Við val á námsáföngum þurfa nemendur að gæta þess að undanfarareglum sé fylgt. Ekki er heimilt að hefja nám í áfanga án þess að hafa lokið tilgreindum undanfara.