Samskráin Gegnir

Gegnir er bókasafnskerfi og jafnframt samskrá íslenskra bókasafna. Stefnt er að því að sem flest bókasöfn landsins taki þátt í skránni. Þar er nú m.a. að finna safnkost Borgarbókasafns Reykjavíkur ásamt útibúum og annarra almenningsbókasafna, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns auk safna annarra háskóla. Ennfremur bókasöfn fjölmargra framhaldsskóla og grunnskóla. 

Landskerfi bókasafna hf. rekur Gegni. Landskerfið er hlutafélag um rekstur Gegnis og var stofnað 14. nóvember 2001. Félagið stofnuðu ríkið og 26 sveitarfélög. Síðar hafa allmargir aðrir hluthafar bæst í hópinn. Eins og stendur á ríkissjóður rúmlega helming hlutafjárins. Tilgangur félagsins er að reka sameiginlegt upplýsinga-og skráningarkerfi fyrir bókasöfn á Íslandi.

 

Uppfært febrúar 2021