Prófareglur

Nemendur mæti ávallt á réttum tíma í próf.
Nemendum ber að tilkynna forföll áður en próf hefst. Forföll skal staðfesta með vottorði.
Nemendum er óheimilt að yfirgefa prófstofu fyrr en hálfri klukkustund eftir að próf hefst.
Meðan próf stendur yfir skulu nemendur gæta þess vandlega að valda öðrum ekki ónæði.
Með öllu er óheimilt að vera með yfirhafnir, farsíma eða önnur rafeindatæki í prófstofu nema annað sé tekið fram.
Sé nemandi staðinn að því að hafa rangt við í prófi skal honum umsvifalaust vikið úr prófi í viðkomandi áfanga. Jafnframt telst hann fallinn í áfanganum.
Nemendur sem fengið hafa samþykki náms- og starfsráðgjafa fyrir lengri próftíma fá 20 mínútur í viðbótartíma.
Öll frávik frá reglum þessum eru í höndum skólameistara og skólaráðs.
Nemendur sem þurfa sérstaka aðstoð eða sérstakt umhverfi til að geta tekið próf þurfa að sækja um slíkt til námsráðgjafa.