Dreifnám í FÍV
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum býður upp á dreifnám í húsasmíði, grunnnámi rafiðna og á sjúkraliðabraut.
Skipulag
-
Námið er skipulagt sem fjarnám með staðbundnum lotum.
-
Á hverri önn eru haldnar 3–4 staðlotur í skólanum, þar sem verkleg kennsla fer fram.
-
Bóklegt nám og verkefnavinna fara að mestu fram í gegnum tölvu og kennslukerfi skólans.
-
Námið er verkefnadrifið og námshraði einstaklingsbundinn, sem gerir það vel heppilegt til að stunda samhliða vinnu.
Forsendur og markmið
-
Dreifnám miðast við að nemendur hafi starfsreynslu á viðeigandi sviði. Við námslok skal nemandi hafa að lágmarki þriggja ára starfsreynslu.
-
Verkefni í náminu eru hönnuð til að tengjast sem mest raunverulegu starfsumhverfi nemenda og samtímanum.
-
Námið gerir nemendum kleift að uppfylla fjölbreytt markmið námsins og stuðlar jafnframt að aukinni hæfni í upplýsingatækni.
Námsmat