Markmið starfsbrautar er að nemendur kynnist námi og starfi við hæfi og fái tækifæri til að auka við þekkingu sína og færni sem stuðlar að auknu sjálfstæði þeirra og auðveldar þeim að takast á við atvinnu og viðfangsefni daglegs lífs í nútíma samfélagi. Nemendahópurinn er fjölbreyttur og allt nám er einstaklingsmiðað. Starfsbraut er fyrir nemendur sem hafa verið í námsverum eða í sérdeildum grunnskóla og/eða haft aðlagað námsefni. Nemendur þurfa einnig að hafa viðurkennd greiningargögn til að komast inn á brautina. Unnið er út frá styrkleikum hvers og eins og áhersla er á að efla sjálfsmynd nemenda. Náms- og kennsluhættir á starfsbraut einkennast að virðingu fyrir einstaklingnum, taka mið af þörfum hans og eiga umfram allt að stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Í nemendahópi þar sem þarfir nemendanna eru fjölbreyttar þurfa kennsluaðferðir að vera það líka. Fyrirkomulag kennslustunda á starfsbraut og val kennsluaðferða er því breytilegt eftir einstaklingum hópanna og því námsefni sem til umfjöllunar er hverju sinni. Þar sem að námið er einstaklingsmiðað geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu. Að námi loknu eiga nemendur að hafa fengið almennan undirbúning fyrir lífið og í grunnþáttum menntunar. Þeir eiga einnig að hafa kynnst og/eða öðlast starfsreynslu á vinnumarkaði. Námið er á fyrsta þrepi, þ.e. almenn og hagnýt þekking sem miðast við stöðu hvers og eins. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemendur geti tekið áfanga á öðrum námsþrepum og námsbrautum. Nám á starfsbraut er fjögur ár óháður fjölda tíma sem nemendur geta verið í skólanum og óháð einingum sem þeir ljúka á námstímanum. Leitast verður við að hafa námið sem fjölbreyttast og þverfaglegt innan brautar og í samstarfi við aðrar brautir.

Forkröfur

Starfsbraut er ætluð nemendum sem ekki geta nýtt sér almenn námstilboð framhaldsskóla en þurfa sérhæft, einstaklingsmiðað nám sem mætir færni þeirra og áhuga. Fötlunargreining frá viðurkenndum greiningaraðilum þarf að fylgja umsókn á starfsbraut. Viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992

Skipulag

Námstíminn miðast við átta annir. Brautinni er skipt í kjarna og frjálst val. Í kjarna eru skylduáfangar brautarinnar. Nemendur taka valáfanga jafnt og þétt í náminu samhliða kjarnaáföngum. Nám á brautinni er blanda af bóklegu og verklegu námi. Árhersla er lögð á að styrkja náms- starfs- og félagslega stöðu nemenda ásamt samskiptahæfni og sjálfstrausti. Námið er einstaklingsmiðað og aðlagað að hverjum og einum og horft er til styrkleika og áhugasviðs. Valáfangar taka mið af því sem almennt er í boði í skólanum hverju sinni ásamt því er reynt að koma til móts við áhuga, þarfir ogóskir nemenda með starfsbrautaráföngum. Það geta verið ýmiskonar áfangar s.s. á sviði verknáms, matreiðslu, listnáms, hönnunar, íþrótta og tungumála. Kennsluhættir brautarinnar eru fjölbreyttir og einstaklingsmiðaðir. Valáfangar taka mið af því sem almennt er í boði í skólanum hverju sinni ásamt því er reynt að koma til móts við áhuga, þarfir og óskir nemenda með starfsbrautaráföngum. Þetta geta verið ýmiskonar áfangar s.s á sviði verknáms, matreiðslu, listnáms, hönnunar, íþrótta, tungumála og upplýsingatækni. Kennsluhættir brautarinnar eru fjölbreyttir og einstaklingsmiðaðir.

Námsmat

Námsmat byggir á fjölbreyttum aðferðum og fer eftir þeim einstaklingum sem meta skal. Námmat er sniðið að getu hvers og eins. Mat endurspeglar áherslur í kennslu og er í samræmi við hæfniviðmiðin. Fjölbreyttar aðferðir við námsmat eru: • Símat sem fer fram jafnt og þétt yfir námstímann. • Mat í formi verkefna nemenda. • Mat á þátttöku í kennslustundum. • Ferilbók. • Mat á frammistöðu í verknámi. • Próf

Reglur um námsframvindu

Námi á starfsbraut lýkur með brautskráningu eftir fjögur ár. Mögulegt er að brautskrá nemanda fyrr ef aðstæður nemanda leyfa. Brautskráning er óháð fjölda áfanga eða eininga sem nemandi hefur lokið. Námið er einstaklingsmiðað og því geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu.

Hæfnisviðmið

  • Þekkja styrkleika sína
  • Vera þátttakandi á vinnumarkað að námi loknu
  • Taka þátt í í lýðræðisþjóðfélagi
  • Hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
  • Lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar í umhverfinu
  • Leggja mat á árangur sinn og möguleika sína
  • Tjá eigin skoðanir
  • Leita nýrra leiða og mynda sér sjálfstæðar skoðanir
  • Nýta sér fjölbreyttar nálganir í daglegu lífi
  • Nýta sér læsi í víðu samhengi
  • Auka sjálfstraust sitt og trú á eigin málfærni í tjáningu og/eða ritun
  • Lesa í og/eða nýta sér upplýsingar sem koma fram í útvarpi, sjónvarpi og í netmiðlum
  • Virða fjölbreytileika náttúru, umhverfis og fólks
  • Lesa í umhverfi, samskipti, tilfinningar og reglur í þeim tilgangi að átta sig á hvað er viðeigandi hverju sinni
  • Verða félagslega, tilfinningalega og siðferðilega tilbúnari undir þátttöku í þjóðfélaginu sem samfélagsþegnar
  • Geta nýtt sér viðeigandi stuðningstæki þegar það á við, s.s. reiknivél í símum, leiðréttingarforrit og talgervla
  • Átti sig á tengingunni á milli réttinda og skyldna

Almennur kjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Enska ENSK 1EG05 1BÓ04 1FE04 1KV04 1MT04 1SF04 1TL04 1TÖ04 1ÞS04 37 0 0
Heilbrigðisfræði HBFR 1GH02 1KF02 1PH02 1SS02 8 0 0
Lífsleikni LÍFS 1FJ05 1HN05 1JR05 1KF05 1LÆ05 1LM05 1SB05 1SK05 40 0 0
Lýðheilsa LÝÐH 1ST02 2 0 0
Starfsnám STAR 1AÞ05 1ST05 1RS05 1SÚ05 1SH05 1VF05 1VS05 1SA05 40 0 0
Stærðfræði STÆR 1DL03 1GS03 1PH03 1PI03 1DL03 1PR03 1TG03 1DL03 24 0 0
Upplýsingatækni UPPT 1NÖ05 1RV04 1SK04 1TS04 17 0 0
Íslenska ÍSLE 1MB05 1HV05 1JR05 1TL05 1LM05 1SJ05 1SA05 1TM05 40 0 0
Einingafjöldi 208 208 0 0