ÍSLE1TM05 - Íslenska með áherslu á tjáningu

málskilningur, tjáning

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með alla þætti íslenskunnar þar sem tjáning verður höfð að leiðarljósi. Áhersla er á að efla þekkingu, leikni og hæfni nemenda í notkun tjáskiptaleiða sem henta hverjum og einum. Megin áhersla verður á að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemendur búa nú þegar að. Farið verður í fjölbreytt viðfangsefni, s.s. umræður í litlum og/eða stórum hópum, framsagnarverkefni, hugtakaverkefni og fjölbreytt verkefni sem stuðla að því að styrkja sjálfstraust nemenda. Notast verður við aldursmiðaðar bókmenntir, sjálfshjálparbækur, íslenska tónlist og fjölbreytt verkefni.

Þekkingarviðmið

 • Samskiptaleið sem hentar viðkomandi
 • Skoðunarfrelsi og/eða tjáningarfrelsi
 • Mikilvægi þess að láta skoðanir sínar í ljós og hlusta á sjónarmið annarra

Leikniviðmið

 • Tjá sig fyrir framan nemendahópinn
 • Virða skoðanir annarra
 • Taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir
 • Leggja mat á eigin verkefni og/eða frammistöðu

Hæfnisviðmið

 • Vera meðvitaður um styrkleika sína
 • Að spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
 • Bera virðingu fyrir skoðunum annarra
 • Kynna sjálfan sig með fullu nafni og svarað spurningum um fyrirfram ákveðið viðfangsefni
 • Bíða eftir að röðin komi að sér
Nánari upplýsingar á námskrá.is