Framhaldsskólabraut

Lýsing: Námi á framhaldsskólabraut er ætlað að búa nemendur sem ekki hafa náð tilskyldum árangri á grunnskólaprófi undir nám á verk-, bók- eða listnámsbrautum skólans. Námið er að lágmarki 100 framhaldsskólaeiningar og því lýkur með framhaldsskólaprófi. Gert er ráð fyrir að stór hluti nemenda á framhaldsskólabrú hefji nám á annarri námsbraut í framhaldi af / samhliða námi á framhaldsskólabrú. Á brautinni er öflugt umsjónarkerfi, mikið samráð við forrsjáraðila og nemendur fá gott aðhald og góðan stuðning í námi.

Inntökuskilyrði: Að hafa lokið grunnskóla eða sambærilegri menntun.

Skipulag: Nám á framhaldsskólabraut er bæði bóklegt og verklegt og fer fram í skólanum. Á brautinni er lögð áhersla á góða almenna menntun og traustan grunn í kjarnagreinunum. Starfshættir á brautinni miða að því að efla sjálftraust og sjálfsþekkingu nemenda.

Námsmat: Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti og er ýmist samsett úr símati og lokaprófi/lokaverkefni eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi annar skal nemendum kynnt námsáætlun, námsmarkmið og tilhögun námsmats í hverjum áfanga.

Hæfniviðmið:  Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • efla sjálfsmynd sína og styrkleika.
  • beita gagnrýnni hugsun.
  • taka þátt í samræðu og samvinnu á jafnréttisgrunni og án fordóma.
  • hefja nám í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði á öðru þrepi.
  • nota upplýsingatækni á ábyrgan hátt.
  • vinna markvisst í hópi, bæði í námi og starfi
  • taka ábyrga ákvörðun um áframhaldandi náms- og starfsval.

Einingafjöldi: 100 einingar (51 eining í kjarna + 49 einingar í vali)

 

Námsgrein

Skammstöfun   Einingar Önn Uppbygging
Danska - daglegt líf, tal, hlustun og orðaforði DANS 1DL05 5 1 Kjarnagrein
Enska - grunnáfangi ENSK 1GR05 5 1 Kjarnagrein
Félagsvísindi FÉLV 1IF05 5 1 Kjarnagrein
Fjármálalæsi FJÁR 1FD05 5 2 Kjarnagrein
Íslenska - lestur og ritun ÍSLE 1UN05 5 2 Kjarnagrein
Íþróttir - almenn heilsu- og líkamsrækt ÍÞRÓ 1HL02 2 1 Kjarnagrein
Íþróttir - lífstíll og heilsa ÍÞRÓ 1LH01 1 3 Kjarnagrein
Lífsleikni LÍFS 1GR05 5 1 Kjarnagrein
Náttúruvísindi NÁTT 1UN05 5 1 Kjarnagrein
Skyndihjálp SKYN 2HJ02 2 2 Kjarnagrein
Stærðfræði - algebra og rúmmál STÆR 1AR05 5 3 Kjarnagrein
Umsjón - skólinn og námið UMSJ 1SN01 1 2 Kjarnagrein
Upplýsingatækni UPPL 1GR05 5 2 Kjarnagrein
Einingafjöldi     50    

 

Frjálst val á framhaldsskólabraut er 49 einingar og nemendur velja þær af 1. og 2. þrepi.