Námið

Námsbrautir

Skólinn gefur nemendum kost á bæði bóklegu og verklegu námi.
Námi við skólann lýkur með stúdentsprófi sem veitir rétt til inngöngu í háskóla og ýmsa sérskóla eðastarfsréttindanámi.

Nám til stúdentsprófs
Námið er 140 einingar sem skiptist í kjarna (98 ein.) kjörsvið (30 ein.) og val (12 ein.). Kjarni námsbrauta er nánast eins í öllum skólum, sem m.a. gerir fólki kleift að flytjast næsta auðveldlega á milli skóla. Kjörsvið eru fjölbreytt og gefa svigrúm til að velja bæði m.t.t. áhugasviða og þá lokamarkmiðs með námi á viðkomandi braut. Valeiningarnar 12 gefa nemandanum síðan möguleika á að kynnast greinum sem ekki tilheyra endilega hans námssviði eða braut. Meðalnámstími eru átta annir, en afburðanámsmenn geta tekið námið á styttir tíma.

Unnt er að ljúka stúdentsprófi af fjórum brautum, félagsfræðabraut, viðskipta- og hagfræðibraut, málabrautog náttúrufræðibraut. Á félagsfræðabrautinni eru samfélagsgreinar fyrirferðarmestar, bæði í kjarna og kjörsviðum. Á viðskipta- og hagfræðibraut eru það viðskipta-og hagfræðigreinar sem eru mest áberandi. Á málabrautinni fer mest fyrir tungumálunum og á náttúrufræðibrautinni ráða náttúrufræði, raungreinar og stærðfræðin ríkjum.

Vegna mismunandi inntaks í námi á brautunum þá búa þær nemendur undir mismunandi framhaldsnám. Próf af félagsfræðabraut er góður undirbúningur fyrir háskólanám í hugvísindum, félags- og uppeldisgreinum. Málabrautin undirbýr nemendur undir háskólanám í tungumálum. Náttúrufræðibrautin er góð til undirbúnings háskólanámi í heilbrigðisgreinum, verkfræði og raunvísindum. Nemendur sem lokið hafa starfsnámsbrautum geta fengið fyrra nám sitt metið og lokið viðbótarnámi til stúdentspróf.

Starfsbraut
Starfsbrautir Framhaldsskólans eru ætlaðar fötluðum nemendum, sbr. 2. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra sem hafa verið í sérdeildum eða sérskólum og/eða fengið námsmat samkvæmt 48. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995 og hafa ekki forsendur til þess að stunda nám á öðrum námsbrautum framhaldsskólans.

Starfsréttindanám
Sjúkraliðabraut er ætlað að búa nemendur undir sjúkraliðastörf. Hér er á ferðinni 120 eininga nám., bæði bók- og verklegt. Námið gefur rétt til starfsheitis sjúkraliða og þar með starfsréttindi. Veitir ennfremur undirbúning undir frekara nám. Nú getur starfsfólk sem unnið hefur við ummönnun sjúklinga í a.m.k 5 ár tekið sjúkraliðanámið á styttri tíma og fengið starfsreynslu sína metna.

Vélstjórnarbraut A. Er ætluð þeim sem hyggjast afla sér réttinda til að starfa á skipum með vélarafl minna en 750kW og sækjast ekki eftir frekara vélstjórnarnámi. Nemandi þarf að vera 18 ára og verið á vinnumarkaði til að fá að hefja nám á þessari braut. Meðalnámstími eru 2 annir.
Vélstjórnarbraut B. Námið er 126 einingar og veitir þeim nemendum sem því ljúka réttindi til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með vélarafl 1500 kW og minna og undirvélstjóra á skipum með 300kW og minna. Réttindi fást að fullnægðum skilyðrum um siglingartíma og starfsþjálfun. Meðalnámstími eru 6 annir, nemi sem kemur beint úr grunnskóla öðlast 750kW réttindi eftir 4 annir miðað við eðlilegan námshraða.

Skipstjórnarbraut. 30 rúml. er kennd í námskeiðsformi og er einungis um 168 stundir.
Skipstjórnarbraut B er 80 ein. nám.
Skipstjórnarbraut A hraðferð er 45 ein. nám

Iðnnám
Grunnnám rafiðna veitir almenna og faglega undirstöðumenntun undir sérnám í rafiðngreinum, þ.e. rafeindarvirkjun, raf- og rafvélavirkjun, rafveituvirkjun og símsmíði og er jafnframt skilyrði til innritunar í sérnám þessara greina. Um er að ræða 80 eininga nám, bæði bóklegt og verklegt.

Grunnnám málmiðngreina. Markmið námsins er að nemendur hljóti almenna og faglega undirstöðumenntun til þess að takast á við sérnám til starfsréttinda í blikksmíði, rennismíði, stálsmíði eða vélvirkjun. Meðalnámstími grunnnámsins eru fjórar annir.

Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina
Grunnnámið veitir almenna og faglega undirstöðumenntun undir sérnám í bygginga- og mannvirkjagreinum, þ.e. húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múraraiðn, pípulögnum og veggfóðrun/dúkalögn. Meðalnámstími er ein önn í skóla.

Annað bóknám
Almenn námsbraut er ætluð nemendum sem ekki hafa náð tilskyldum námsárangri upp úr grunnskóla til að hefja nám á námsbrautum þar sem gilda inntökuskilyrði um árangur í einstökum námsgreinum. Brautin er skipulögð sem tveggja anna nám. Nemendur sem innritast á almenna braut geta valið á milli þriggja lína:
AN-bók. Bóknámslína sem ætluð er nemendum sem þurfa að bæta undirbúning sinn í bóklegum greinum og hyggja á áframhaldandi bóklegt nám.
AN-verk. Verknámslína sem ætluð er nemendum sem stefna á verknám svo sem rafvirkjun, vélstjórn eða málmiðnir.
AN-íþr. Íþrótta- og heilbrigðislína sem er ætluð nemendum sem hafa áhuga á íþróttum, þjálfun og heilbrigðisgreinum.

Félags- og tómstundabraut er til 72 eininga og meðalnámstími eru 4 annir.
Markmið brautarinnar er að búa nemendur undir nám og störf á vettvangi félags- og uppeldismála.

Grunnnám þjónustugreina, grunnur fyrir skrifstofu- og verslunarbraut, er ætlað að búa nemendur undir almenn verslunar- og skrifstofustörf, en gefur jafnframt möguleika til áframhaldandi náms. Um er að ræða 70 eininga nám, sem lýkur með verslunarprófi.