Múraraiðn

Múrari býr yfir hæfni til að vinna sjálf­stætt og leiðbeina öðrum, þekkir ábyrgð sína, siðferðilega stöðu og getur lagt mat á eigin vinnu. Múrari þekkir öll helstu efni sem notuð eru við múr­verk úti og inni. Múrari getur skipu­lagt vinnu við jarðvegs­fyll­ingar í mann­virkja­grunnum, lagt steypustyrkt­ar­járn og bendinet í stein­steypu­virki, annast blöndun og niðurlagn­ingu stein­steypu, hlaðið úr steini og veggja­ein­ingum, múrhúðað utan og inn­an­húss, lagt flísar inn­an­húss og utan, lagt mat á, valið efni og gert við múr- og steypu­skemmdir, leiðbeint hús­eig­endum um val og á efni til nýbygg­inga og viðhalds. Múr­araiðn er lög­gilt iðngrein.