Forvarnir

Forvarnir

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum vill stuðla að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðri lífssýn nemenda sinna og vinna gegn hverskyns sjálfseyðandi hegðun.

Í lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 er kveðið á um að sérhver framhaldsskóli skuli setja sér stefnu um forvarnir og  gera grein fyrir hvernig forvarnarstarfi sé háttað. 

Forvarnarfulltrúi og forvarnarteymi

Í stefnunni er gerð grein fyrir forvarnarteymi og forvarnarfulltrúa auk þess sem sett eru fram helstu markmið og aðgerðir skólans sem miða að heilbrigðum lífsháttum og forvarnarstarfi.

Innan skólans starfar forvarnarteymi sem í eru ásamt forvarnarfulltrúa fulltrúi frá nemendum, kennurum, stjórnendum ásamt námsráðgjafa. 

Skólaárið 2023-2024 er  forvarnarfulltrúi Ingibjörg Jónsdóttir, ráðgjafi

Forvarnarteymi: Helga Kristín Kolbeins, Thelma Björk Gísladóttir, Inga Dan Ingadóttir , Ingibjörg Jónsdóttir og Kristjana Ingibergsdóttir

Helstu verkefni forvarnarteymis eru að:

  • endurskoða forvarnarstefnu skólans
  • hafa eftirlit með að forvarnarstefnu skólans sé fylgt
  • vera til ráðgjafar við gerð aðgerðaáætlanna, ef þess er óskað, um hvernig beri að stuðla að heilbrigðari lífsstíl og forvörnum
  • fylgjast með umræðu um forvarnir og vera í sambandi við aðra aðila sem vinna að sama markmiði
    • fræðslumiðstöð í fíknivörnum, FRÆ 
    • forvarnarstarfi á vegum menntamálaráðuneytis
    • forvarnarstarfi á vegum Vestmannaeyjabæjar 
    • forvarnarumræðu á vegum samtaka skólastjórnenda 
    • SÁÁ, samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann 
    • Lýðheilsustöð
    • lögreglu 
  • standa að fræðslu um forvarnir og heilbrigðan lífsstíl fyrir starfsfólk, nemendur og forráðamenn nemenda
  • miðla upplýsingum til foreldraráðs skólans
  • halda uppi umræðum og fræðslu um forvarnir og heilbrigða lífshætti og koma á framfæri hugmyndum til að efla þann þátt skólastarfsins

 

Hlutverk forvarnarfulltrúa er að:

  • veita forvarnarteyminu forstöðu  
  • vera boðberi forvarna innan skólans
  • miðlar upplýsingum til nemenda og forráðamanna þeirra með því að vera með viðtalstíma og standa fyrir fræðslufundum
  • vinnur að stefnumörkun skólans í forvarnarmálum
  • gerir forvarnaráætlun fyrir starfstímabil skólans og er ábyrgur fyrir framkvæmd hennar
  • aðstoðar við samþættingu forvarna við annað skólastarf þar á meðal kennslu
  • heldur utan um 1. stigs forvarnir
  • leitar leiða til að bæta ástandið sé þess þörf
  • hefur inngrip í mál nemenda þar sem íhlutunar er þörf og metur hvert tilfelli fyrir sig 
  • gætir trúnaðar gagnvart skjólstæðingum sínum 
  • er fulltrúi í áfallaráði skólans

Helstu markmið og leiðir

Markmið Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum er að efla alhliða forvarnir og heilsuvernd. Í því felst m.a. að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og traustri sjálfsmynd nemenda, koma í veg fyrir reykingar,munntóbaksnotkun, rafsígarettunotkun, áfengisneyslu og aðra vímuefnanotkun nemenda og styðja nemendur sem vilja losna úr ánauð vímuefna. 

Leiðir skólans að þessum markmiðum felast einkum í starfi forvarnafulltrúa og forvarnarteymis, skýrum reglum og almennri fræðslu.

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Forvarnarfræðsla fyrir nemendur, starfsmenn skólans og aðstandendur nemenda

Forvarnarfulltrúi

Allir starfsmenn hljóti menntun og þjálfun í að þekkja einkenni, sem nemendur í vanda bera 
oft með sér, og viti hvert vísa á slíkum málum. 

Haldnir verði reglulega umræðu- og fræðslufundir með nemendum og forráðamönnum

Jafnframt fræðslu um áhættu af neyslu fíkniefna sé lögð áhersla á að kynna aðra valkosti og lífshætti þar sem neysla fíkniefna á ekki við eða er ekki eftirsóknarverð

Stöðumat árlega

 

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Forvarnir fléttast með einum eða öðrum hætti inn í allar námsgreinar skólans

Forstöðumaður bókasafns

 

 

Forvarnarfulltrúi

Safnar skýrslum um samþættingu forvarnarefnis og annars námsefnis og dreifir sýnishornum af slíku efni meðal kennara

Haldnir vinnufundir þar sem kennarar vinna úr hugmyndum og flétta forvarnir inn í kennsluáætlanir sínar

Stöðumat árlega

 

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Sjá nemendum fyrir viðfangsefnum sem styrkja sjálfsmynd og sjálfsvirðingu

 

 

 

 

 

 

 

 

Námsráðgjafi

Ráðgjöf um námsval miði að heilbrigðu sjálfsmati. Nemandi taki það nám sem hann hefur forsendur til að ráða við, kemur honum að gagni og er honum ekki á móti skapi, þannig að hann finni að hann tilheyri skólanum og geti náð árangri

 

Leitað verði leiða til að þjálfa tilfinningalega færni, vitsmunalega færni og hegðunarfærni nemenda, sér í lagi nemenda sem vitað er að eiga í erfiðleikum og eru í áhættuhópi varðandi vímuefnanotkun

Hvetja nemendur til að taka þátt í hjálparstarfi eða öðru starfi þar sem nemandinn  finnur að hann getur látið gott af sér leiða 

Styðja við hvers konar áhugamál sem gætu aðstoðað einstaklinginn við að lifa merkingarbæru lífi

Fræðsla um aðra valkosti sem veita upplifun, s.s. áreynslu í íþróttum, ferðamennsku, listiðkun (söng, dans, leiklist), verkstæðisvinnu, glímu við gátur og þrautir og önnur viðfangsefni sem stuðla að aukinni lífsnautn og lífsgleði

Stöðumat árlega

Reyna að koma í veg fyrir eða seinka reykingum, munntóbaksnotkun,áfengisdrykkju og neyslu annarra fíkniefna

Forvarnar-fulltrúi

Fræðsla um skaðsemi tóbaks, rafsígarettna,  áfengis og annarra fíkniefna 

 

Skólameistari

Skýrar reglum um umgengni um ávana- og fíkniefni og viðurlögum við brotum á þeim

 

Skólahjúkrunar-fræðingur

Námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja 

 

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Stuðla að viðburðum á vegum skólans og félagslífi nemenda sem einkennast af heilbrigðum lífsháttum og efla lífsgleði

Forvarnarfulltrúi

Tómstundastarf og skemmtanalíf án vímuefna verði styrkt í sessi með því að skólinn gangist fyrir sérstökum uppákomum, s.s. danskennslu og vímulausum skemmtikvöldum. 

Nemendur verði hvattir og styrktir til að leita upplifunar með þátttöku í listum, hönnun, íþróttum, ferðamennsku eða öðrum viðfangsefnum sem aðstoða nemandann við að finna lífi sínu tilgang

Stöðumat árlega

 

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Viðbragðsáætlun til að aðstoða ungmenni sem eru í áhættuhópi

Forvarnarfulltrúi

Skilgreina tilvísunaraðila innan og utan skólans þegar íhlutunar er þörf og stofna til tengsla við þá, s.s. námsráðgjafa, skólahjúkrunarfræðing, almenna heilsugæslu, sálgæslu og áfallahjálp, sálfræðing, meðferðaraðila

Stöðumat árlega

 

Forvarnaráætlun er sett fram í upphafi hvers skólaár og er í sífelldu endurmati.

1. stigs forvarnir
Markmiðið er fræðsla og að ná til þeirra sem ekki eru eða lítið farnir að neyta fíkniefna og samþætta hana öðru forvarnarstarfi. 
2. stigs forvarnir 
Þá er reynt að ná til þeirra sem eru byrjaðir að neyta fíkniefna og reyna að snúa þróuninni til betri vegar. 
3. stigs forvarnir 
Forvarnarfulltrúi gefur upplýsingar og leitar meðferðarúrræða

Markmið í forvarnarstefnu eru tengd tveimur meginmarkmiðum sem sett hafa verið fram fyrir Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Þeim að nemendur öðlist sjálfstraust og búi sig undir að taka ábyrgð á eigin lífi sem og að nemendur hafi greiðan aðgang að ráðgjöf og séu meðvitaðir um skyldur sínar og réttindi.

 

Uppfært september 2023