Tölvumál

Allir nemendur hafa aðgang að tölvukerfi skólans með notendanafni og aðgangsorði, sem þeir fá úthlutað við upphaf náms.

Ætlast er til að nemendur komi með sín eigin tæki og hafa þeir aðgang að þráðlausu netkerfi skólans.

Nemendur hafa aðgang að Office365, þar sem hægt er að nálgast Office pakkann
án endurgjalds meðan nemendur eru í námi. Mikilvægt er að geyma aðgangsupplýsingar vel því nemendur þurfa að nota þær víða.

Skráning fer inn í gegnum Menntaský Háskóla Íslands.   Leiðbeiningar vegna innskráingar má finna á  Menntaský