Tölvu- og netkerfi

Í FÍV er gert ráð fyrir að nemendur hafi tölvur með sér í skólann. Kennarar allra áfanga gera ráð fyrir að nemendur hafi með sér tölvur í kennslustundir þannig að þeir geti leitað upplýsinga, unnið verkefni og sinnt námsmati á Innu. Nemendur skólans hafa aðgang að þráðlausu neti (wifi). 

Þú sérð þrjú net ef þú skoðar WIFI hjá þér innan skólans þ.e. FÍV-Starfsmenn, FÍV-Nemendur og FÍVGestir.
• FÍV-Gestir er opið en ótryggt net.
• FÍV-Starfsmenn er eingöngu fyrir starfsfólk skólans.
• FÍV-Nemendur er hins vegar fyrir síma og fartölvur í eigu nemenda og þarftu að skrá þig inn með aðgangsorði. 

Aðgangsorðið er að finna í Innu undir aðstoð- ferð neðst í skalið undir aðstoð þar sérð þú skjal sem heitir þráðlaust net skólans og þar finnur þú lykilorðið.

Tölvur nemenda eru á þeirra ábyrgð, en hægt er að leigja skápa í skólanum þar sem geyma má námsgögn og annan nauðsynlegan búnað.

Viðhald og varnir fyrir tölvur nemenda eru sömuleiðis á þeirra ábyrgð. Skólinn útvegar nemendum hins vegar Microsoft Office hugbúnað.

Menntaskýið

Menntaskýið er verkefni á vegum íslenska ríkisins þar sem Microsoft hugbúnaður er sameinaður í eina miðlæga einingu. Leiðbeiningar um menntaskýið.

Einnig eru nánari leiðbeiningar í Innu undir aðstoð og þar velur þú Menntaský.

Tölvuaðgangur – lykilorð

Nýnemar og endurinnritaðir eldri nemendur fá lykilorð að tölvukerfi skólans send í tölvupósti á það netfang sem skráð er í Innu í umsókn.

Eitt og sama lykilorð gildir fyrir Menntaskýið, Office og Canva. Ef nemandi breytir lykilorðinu eftir fyrstu innskráningu þá breytist það alls staðar.

Ef nemandi gleymir lykilorðinu þá þarf hann að fylgja leiðbeiningum og nálgast nýtt lykilorð samkvæmt leiðbeiningum sem eru á Innu undir aðstoð - Menntaskýið. 

Ef af einhverjum ástæðum nemendur geta ekki breytt lykilorði sjálfir þá þarf nemandi að sækja um ósk um tækniaðstoð með því að fyllla út þetta eyðublað

Microsoft Office

Öllum nemendum og starfsfólki FÍV bjóðast afnot af Office forritum Microsoft. Hver notandi getur hlaðið forritunum niður á allt að fimm tæki (tölvur, spjaldtölvur og/eða snjallsíma).

Mikilvægt er að geyma aðgangsupplýsingar vel því nemendur þurfa að nota þær á milli anna.

Upplýsingar um niðarhal á Office pakkanum er að finna í Innu undir aðstoð -Office 365

Inna

Í Innu má finna allar upplsýningar sem skráðar eru um nemandann ásamt námsumsjónarkerfi þar sem haldið er utan um námsgögn og kennslu í hverjum áfanga.

Hægt er að skrá sig inn á Innu með rafrænum skilríkjum eða Office 365 aðgangi.

Farið er í Innu af slóðinni www.inna.is eða frá vef skólans. Nemendur og forráðamenn nemenda sem ekki hafa náð 18 ára aldri geta skráð sig inn í Innu með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Vakin er athygli á að nemendur geta, þegar þeir ná 18 ára aldri, veitt foreldrum/forráðamönnum sínum áframhaldandi aðgang að Innunni. Er eindregið mælt með að slíkt sé gert enda geta foreldrar/forráðamenn veitt ómetanlegan stuðning við námið.

Minnum á undir aðstoð í Innu er að finna allar leiðbeiningar