Jafnréttisáætlun Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum telur mikilvægt að nýta til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum bæði karla og kvenna. Jafnréttisáætlun skólans er ætlað að stuðla að jafnri stöðu og virðingu kvenna og karla innan skólans og minna starfsfólk og stjórnendur á mikilvægi þess að allir fái notið sín án tillits til kynferðis.

Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúi

Í áætluninni er gerð grein fyrir jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúa auk þess sem sett eru fram helstu markmið og aðgerðir skólans sem miða að jafnrétti kynjanna.

Innan skólans starfar jafnréttisnefnd sem skipuð var þann 10.02.2010 með erindisbréfi til tveggja ára. Í erindisbréfi jafnréttisnefndar segir: 

Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að fylgjast með stöðu jafnréttismála í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum, móta stefnu og áætlanir skólans í jafnréttismálum og vera ráðgefandi fyrir jafnréttisfulltrúa skólans.

Í starfi sínu hafi nefndin til hliðsjónar jafnréttisáætlun Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, menntamálaráðuneytis og Stjórnarráðs og lög og reglugerðir sem við eiga. 

 Helstu verkefni nefndarinnar eru að:

 • endurskoða jafnréttisstefnu skólans 
 • hafa eftirlit með að farið sé að lögum og reglum í jafnréttismálum og að jafnréttisáætlunum sé fylgt eftir meðal annars með því að safna og birta reglulega upplýsingar um stöðu jafnréttismála í skólanum 
 • vera til ráðgjafar við gerð aðgerðaáætlana, ef þess er óskað, um hvernig rétta skuli hlut kynja þar sem það á við 
 • fylgjast með framgangi verkefna innan skólans sem kveðið er á um í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum 
 • hafa yfirsýn yfir lög og reglur stjórnvalda um jafnréttismál kynjanna og fylgjast með breytingum á þeim. 
 • fylgjast með umræðu um jafnréttismál eftir því sem við verður komið 
 • standa að fræðslu um jafnréttismál fyrir stjórnendur og annað starfsfólk 
 • halda uppi umræðu og fræðslu um jafnréttismál og koma á framfæri hugmyndum sem stuðla að auknu jafnrétti. 

Í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum starfar jafnréttisfulltrúi. Hlutverk hans er að fjalla um og hafa eftirlit með jafnréttisstarfi í skólanum. Jafnréttisfulltrúi sendir Mennta- og menningarráðuneyti árlega greinargerð um jafnréttisstarf skólans sbr. 13. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Jafnréttisfulltrúi á sæti í jafnréttisnefnd og í vinnuhópi sem sér um gerð starfsmannastefnu.

Áætlunin er í tveimur hlutum. Fjallar sá fyrri um almennt um skólann sem vinnustað og sá seinni um skólann sem menntastofnun.

Hluti 1, skólinn sem vinnustaður 

Allar mikilvægar ákvarðanir sem varða starfsfólk skulu metnar frá jafnréttissjónarmiði.

Helstu markmið og leiðir 

Í jafnréttisáætlun Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum er lögð áhersla á jafnan rétt kvenna og karla til launa, stöðuveitinga, starfa og þátttöku í nefndum og ráðum. Jafnframt er áréttað mikilvægi þess að bæði kyn fái notið starfsþjálfunar og endurmenntunar að jöfnu. Auglýsingar, upplýsingagjöf, kynferðisleg og kynbundin áreitni og tengsl við starfsmannastefnu eru einnig viðfangsefni jafnréttisáætlunar skólans 

Launajafnrétti

Við ákvörðun launa skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Kynjajafnréttis sé gætt við úthlutun hvers konar þóknunar og hlunninda, beinna og/eða óbeinna. Einnig skulu kynin njóta sömu kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár sbr. 19. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Að karlar og konur njóti sömu kjara fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf.

Skólameistari

 

Viðmið við ákvörðun launa sé skýr og öllum ljós

Stöðumat árlega.

 

Jafnréttisfulltrúi

Jafnréttisnefnd

Fá reglulega upplýsingar frá stjórnendum FÍV

 

Jafnréttisfulltrúi

Fylgjast með hvað gert er í öðrum skólum.

 

Þátttaka í nefndum og ráðum

Unnið skal markvisst að því að jafna fjölda kvenna og karla í nefndum og ráðum á vegum skólans. Þegar óskað er eftir tilnefningum í nefndir og ráð skal farið fram á að tekið sé mið af 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, en þar segir: 

Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta gildir einnig um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að. 

Þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal tilnefna bæði karl og konu. Tilnefningaraðila er heimilt að víkja frá skilyrði 1. málsl. þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Skipunaraðila er heimilt að víkja frá ákvæði 1. mgr. ef undanþáguheimild 2. mgr. á við. 

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Að jafn margir karlar og konur sitji í nefndum og ráðum á vegum skólans.

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

Áfangastjóri

Jafnréttisfulltrúi

Tilnefningaraðilum sé gert að tilnefna einstaklinga af báðum kynjum.

Jafnréttisnefnd kynnir stöðuna fyrir stjórnendum og starfsfólki í upphafi hverrar annar. (september og janúar ár hvert)

 

Auglýsingar og upplýsingagjöf

Í auglýsingum skulu störf vera ókyngreind og höfða til beggja kynja. Þegar birtar eru tölfræðilegar upplýsingar á vegum skólans skulu þær jafnan kyngreindar, eftir því sem við á. 

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Auglýsingar innan skólans séu ókyngreindar og höfði til beggja kynja.

Húsvörður

Jafnréttisfulltrúi

Fulltrúi nemenda

Fara vikulega yfir auglýsingatöflur skólans.

Jafnréttisfulltrúi fylgist með að aðgerðir eigi sér stað og fer yfir stöðuna tvisvar á ári og upplýsir jafnréttisnefnd.

Að auglýsingar séu ókyngreindar og höfði til beggja kynja.

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

Áfangastjóri

 

Farið yfir auglýsingar sem fara frá skólanum.

Að tölfræðilegar upplýsingar séu kyngreindar eftir því sem við á.

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

Áfangastjóri

 

Leitast við að kyngreina upplýsingar á vef og fréttatilkynningum

 

Stöðuveitingar og störf

Jafnréttissjónarmið á að meta til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við stöðuveitingar. Stefnt skal að því að halda sem jöfnustu hlutfalli kynja í störfum innan skólans. Þess verði gætt að einstaklingum sé ekki mismunað vegna kynferðis við úthlutun verkefna eða þegar teknar eru ákvarðanir um framgang í störfum. Jafnframt skulu bæði kyn njóta sömu tækifæra til að axla ábyrgð. 


Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Að jafna fjölda karla og kvenna í sambærilegum störfum í skólanum.

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

Áfangastjóri

Samantekt á kynjahlutföllum allara starfshópa skólans ásamt yfirliti yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar.

 

Fylgjast markvisst með úthlutun verkefna og tilfærslum innan skólans.

Jafnréttisnefnd fer yfir stöðuna árlega í árslok.

 

Starfsþjálfun og endurmenntun 

Konur og karlar skulu njóta sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar. Til að tryggja að svo megi vera þarf að skýra endurmenntunarstefnu skólans í starfsmannastefnu og safna skipulega upplýsingum um endurmenntun starfsfólks. Leitast þarf við að höfða til beggja kynja í tilboðum er lúta að starfsþjálfun og endurmenntun.

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Að konur og karlar njóti sömu möguleika til starfsmenntunar og starfsþjálfunar.

 

Að námstilboð skólans höfði bæði til karla og kvenna.

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

Áfangastjóri

Kyngreind samantekt með upplýsingum um þátttöku í endurmenntun.

 

Fylgjast markvisst með kynjahlutfalli á námskeiðum á vegum skólans.

Jafnréttisnefnd fer yfir stöðuna árlega í desmebr.

 

Kynferðisleg og kynbundin áreitni

 • Allir nemendur og starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og að þeir sæti ekki kynferðislegri eða kynbundinni áreitni. 
 • Kynferðisleg áreitni er kynferðisleg hegðun sem er ósanngjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður. Kynferðisleg áreitni getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. 
 • Kynbundin áreitni er hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi hegðun, sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. 

Telji starfsfólk sig verða fyrir kynferðislegri eða kynbundinni áreitni má t.d. leita til trúnaðarmanna eða jafnréttisfulltrúa eins og fram kemur í starfsmannastefnu. 

Auka skal fræðslu um kynferðislega áreitni til að stuðla að því að allt starfsfólk verði meðvitað um slík málefni og geti greint slík mál og brugðist við þeim þegar þau koma upp. Það er yfirlýst stefna FÍV kynferðisleg áreitni er ekki liðin innan skólans.

 

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Kynferðisleg og kynbundin áreitni er ekki liðin í FÍV

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

Áfangastjóri

Allir eru meðvitaðir um að kynferðisleg- og kynbundin áreitni er ekki liðin við skólann.

Stöðumat/árlega

Jafnréttisfulltrúi kynnir málin fyrir jafnréttisnefnd í mars á hverju ári.

 

Starfsmannastefna 

Jafnréttissjónarmið og leiðir til að vinna að jafnri stöðu kynjanna verða að vera virkur þáttur í starfsmannastefnu skólans. Í starfsmannastefnunni þarf meðal annars að taka mið af jafnrétti þegar fjallað er um líðan starfsfólks á vinnustað og starfsanda. Einnig þarf í starfsmannastefnu að vera ljóst hvernig starfsfólki er gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið. Jafnréttisáætlun og starfsmannastefna skólans verða að vera samhljóma. Til að gæta jafnréttissjónarmiða tekur jafnréttisfulltrúi þátt í endurskoðun starfsmannastefnu og er það eitt af hlutverkum jafnréttisnefndar að vera til ráðgjafar við endurskoðunina.

 

Hluti 2, skólinn sem menntastofnun

Leggja skal áherslu á jafnréttissjónarmið í allri kennslu í skólanum

Jafnréttismiðuð kennsla gerir þá kröfu til kennara og annarra starfsmanna skólans að þeir haldi vöku sinni í jafnréttismálum.

Jafnréttismiðuð kennsla felur meðal annars í sér að

 • valdar séu fjölbreyttar kennsluaðferðir
 • nemendur séu hvattir sérstaklega til dáða á sviðum sem eru hefðbundin fyrir annað kynið; piltar séu hvattir til dáða á dæmigerðum „stúlknasviðum“ og stúlkur séu hvattar til dáða á dæmigerðum „piltasviðum“. Þannig séu bæði kynin hvött til að taka „örugga áhættu“ við að draga menningarbundin kynjahlutverk í efa
 • nemendum sé séð fyrir tækifærum til að hagnýta námið, til dæmis með því að samþætta þekkingu í námsgreinum og miðla henni til annarra á fjölbreyttan hátt
 • haft sé í huga að stúlkur og piltar geti haft ólík áhugamál og ólíka lífsreynslu
 • í námsgreinum, þar sem öðru kyninu gengur almennt betur, séu markvisst notaðar aðferðir og efni til að hvetja alla nemendur til dáða
 • hlutir séu skoðaðir frá mörgum sjónarhornum og þar sem ólíkar heimildir eru notaðar sé þess gætt að vitna í sérfræðinga af báðum kynjum eftir því sem tök eru á
 • augu séu opin fyrir hlutdrægni bæði í hegðun og námsefni og nemendum bent á leiðir til að koma auga á og vinna gegn misrétti
 • ekki sé gert ráð fyrir að allir nemendur séu gagnkynhneigðir
 • kennarar séu til fyrirmyndar um jafnréttissinnaða framkomu, til dæmis að stúlkur og piltar séu spurð álíka oft og þeim kennt af jafnmikilli dýpt og sérhæfingu

Nemendur skulu fá fræðslu um jafnrétti kynjanna. Í þeirri fræðslu skal leggja áherslu á styrkleika beggja kynja, skyldur beggja og réttindi.

Mikilvægt er að nemendur af báðum kynjum komi fram fyrir hönd skólans.

Telji nemandi að jafnrétti sé brotið í FÍV skal hann leita til námsráðgjafa eða áfangastjóra sem í sameiningu finna hverju máli farveg.


Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Að karlar og konur hafi sömu tækifæri til náms.

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

Áfangastjóri

Jafnréttisfulltrúi

Aðgengi að námi sé óháð kynferði.

Stöðumat/árlega

Jafnréttisfulltrúi kynnir málin fyrir jafnréttisnefnd í mars á hverju ári.

Að námstilboð skólans höfði bæði til karla og kvenna.

 

Fylgjast markvisst með kynjahlutfalli í námi á vegum skólans.

Jafnréttismiðuð kennsla.

Skólameistari

Kennarar

 

Kennslan er jafnréttismiðuð.

Könnun í einstaka áföngum.

Jafnréttisnefnd fer yfir stöðuna árlega í árslok.

 

Endurskoðun og samþykkt Jafnréttisáætlun þessi er gerð í samræmi við 18. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 þar sem kveðið er á um að leggja beri áherslu á að tryggja konum og körlum jafnan rétt. Jafnframt segir að jafnréttisáætlun og jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skuli endurskoða á þriggja ára fresti. 

Jafnréttisáætlun þessi var samþykkt á kennarafundi þann 10. maí 2011

Jafnréttisfulltrúar skólaárið 2018-2019 eru Thelma Björk Gísladóttir og Ólafur Týr Guðjónsson en auk þeirra eru í jafnréttisnefnd:  Birita i Dali og Egill Andrésson