Nemendafélag, NFFÍV

Við Framhaldsskólann starfar öflugt nemendafélag.

Það heitir Nemendafélag Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, skammstafað NFFÍV.
Félagar eru nemendur sem greiða félagsgjöld sem greidd eru í byrjun annar.

Tilgangur félagsins er að:

Gæta hagsmuna nemenda gagnvart skólayfirvöldum og ráðuneyti og virkja nemendur til baráttu fyrir hagsmunum sínum.
Skipuleggja félagsstarfsemi undir merkjum skólans og styðja við bakið á annarri félagsstarfsemi eftir föngum.
Vinna að góðri ímynd Framhaldsskólans á sem flestum sviðum

Stjórn NFFÍV er skipuð formanni, varaformanni sem jafnframt er ritari, gjaldkera, og meðstjórnendum
Allir þeir sem skipa stjórnina hafa jafnan atkvæðisrétt á stjórnarfundum.

Nemendafélagið á fulltrúa í Skólanefnd og Skólaráði.

Stjórn NFFÍV skal sjá til þess að starfrækt verði íþróttanefnd innan skólans sem skal sjá um að koma á sterkri og fjölþættri íþróttastarfsemi í skólanum. Stjórn NFFÍV skipar fulltrúa í nefndina.
Stjórn NFFÍV skal sjá til þess að starfrækt verði ritnefnd innan skólans. Stjórn NFFÍV skipar fulltrúa í nefndina.

Stjórn NFFÍV veturinn 2020-2021 skipa

Magnús Sigurnýjas Magnússon, formaður 
Emma Rakel Jónatansdóttir, varaformaður
Mía Rán Guðmundsdóttir, gjaldkeri
Elísabet Lilja Gestsdóttir, ritari
Tómas bent Magnússon, íþróttafulltrúi 
Sunna Einarsdóttir, fulltrúi nýnema

 


Fastir þættir félagsins eru:

Nýnemamótttaka í upphafi haustannar
FÍV cup á haustönn
Opnir dagar á vorönn
Árshátíð nemendafélagsins á vorönn

Félagsmálafulltrúi og forvarnafulltrúi starfa náið með nemendafélaginu.