Nemendafélag, NFFÍV

Við Framhaldsskólann starfar öflugt nemendafélag.

Það heitir Nemendafélag Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, skammstafað NFFÍV.
Félagar eru nemendur sem greiða félagsgjöld sem greidd eru í byrjun annar.

Tilgangur félagsins er að:

Gæta hagsmuna nemenda gagnvart skólayfirvöldum og ráðuneyti og virkja nemendur til baráttu fyrir hagsmunum sínum.
Skipuleggja félagsstarfsemi undir merkjum skólans og styðja við bakið á annarri félagsstarfsemi eftir föngum.
Vinna að góðri ímynd Framhaldsskólans á sem flestum sviðum

Stjórn NFFÍV er skipuð formanni, varaformanni sem jafnframt er ritari, gjaldkera, og meðstjórnendum
Allir þeir sem skipa stjórnina hafa jafnan atkvæðisrétt á stjórnarfundum.

Nemendafélagið á fulltrúa í Skólanefnd og Skólaráði.

Stjórn NFFÍV skal sjá til þess að starfrækt verði íþróttanefnd innan skólans sem skal sjá um að koma á sterkri og fjölþættri íþróttastarfsemi í skólanum. Stjórn NFFÍV skipar fulltrúa í nefndina.
Stjórn NFFÍV skal sjá til þess að starfrækt verði ritnefnd innan skólans. Stjórn NFFÍV skipar fulltrúa í nefndina.

Stjórn NFFÍV veturinn 2023-2024 skipa

Inga Dan Ingadóttir,  formaður 
Reynir Þór Egilsson,  varaformaður
Nökkvi Guðmundsson,  gjaldkeri
Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir, ritari
Ívar Bessi Viðarsson, íþóttafulltrúi 
Rakel Rut Friðriksdóttir, meðstjórnandi 
 Eva Magnúsdóttir,  fulltrúi nýnema

 

Fastir þættir félagsins eru:

Nýnemamótttaka í upphafi haustannar
FÍV cup á haustönn
Opnir dagar á vorönn
Árshátíð nemendafélagsins á vorönn

Félagsmálafulltrúi og forvarnafulltrúi starfa náið með nemendafélaginu.