Sjálfsmat FÍV

Samkvæmt gildandi lögum um framhaldsskóla ber öllum framhaldsskólum á landinu að meta skólastarfið reglulega, þar á meðal kennslu- og stjórnunarhætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan skólans. Á fimm ára fresti er síðan gerð úttekt á sjálfsmatsaðferðum skólanna.
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum notar stefnumiðað árangursmat sem stjórntæki í rekstrinum og við sjálfsmat.

Stefnumiðað árangursmat er stjórnunar, samskipta- og mælingakerfi.
Tæki til að útfæra stefnu og greina rekstur Framhaldsskólans.
Það tryggir yfirsýn, samhæfingu og gæði allrar ákvarðanatöku.

Stefnumiðað árangursmat auðveldar stefnumótun og tengingu við daglega ákvörðunartöku.
Skólinn er skoðaður frá fjórum víddum sem leiðir til markvissari stjórnun með þátttöku allra starfsmanna.
Við innleiðingu á stefnumiðuðu árangursmati nutu starfsmenn leiðsagnar hjá ráðgjöfum Capacent.

Handbók

Mælikvarðar og aðgerðir