Sjálfsmat FÍV

Samkvæmt lögum nr. 92/2008 um framhaldsskóla frá 2008 skulu framhaldsskólar framkvæma sjálfsmat. Í 42. gr. fyrrnefndra laga er kveðið á um að ytra mat skuli framkvæmt á fimm ára fresti. Í ytra mati felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrám. Er það meðal annars gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, heimsóknum úttektaraðila og viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra.

 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum notar stefnumiðað árangursmat sem stjórntæki í rekstrinum og við sjálfsmat.

Stefnumiðað árangursmat er stjórnunar, samskipta- og mælingakerfi.
Tæki til að útfæra stefnu og greina rekstur Framhaldsskólans.
Það tryggir yfirsýn, samhæfingu og gæði allrar ákvarðanatöku.

Stefnumiðað árangursmat auðveldar stefnumótun og tengingu við daglega ákvörðunartöku.
Skólinn er skoðaður frá fjórum víddum sem leiðir til markvissari stjórnun með þátttöku allra starfsmanna.
Við innleiðingu á stefnumiðuðu árangursmati nutu starfsmenn leiðsagnar hjá ráðgjöfum Capacent.