Skólasóknarreglur

Í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum er lögð áhersla á að nemendur mæti stundvíslega í allar kennslustundir. Nemendur skulu sækja allar þær kennslustundir sem þeir eru skráðir í og koma stundvíslega til kennslunnar. Skólasóknarreglur eru sem hér segir:

 • Nemendur skulu sækja allar kennslustundir stundvíslega.
 • Nemendur sem þurfa að fá leyfi þurfa að sækja um það fyrirfram hjá skólameistara eða aðstoðarskólameistara.
 • Ósk um leyfi fyrir nemendur vegna íþróttakeppna er í höndum viðkomandi íþróttafélags.
 • Veikindi ber að tilkynna samdægurs í INNU (forráðamenn nemenda undir 18 ára tilkynna veikindi í gegnum INNU). Ekki er hægt að tilkynna veikindi eftir að þeim lýkur nema vottorð fylgi.
 • Langvarandi og tíð veikindi verður að staðfesta með læknisvottorði (samfelld veikindi teljast eitt skipti). Nemendum sem eiga við langvinna eða þráláta sjúkdóma að stríða eða verða fyrir áföllum sem hamla skólagöngu þeirra á önninni er bent á að ræða við námsráðgjafa.
 • Litið er svo á að ef nemandi mætir ekki í skólann fyrstu kennsluvikuna og hefur ekki gert grein fyrir fjarveru sinni ætli hann ekki að stunda nám í skólanum.
 • Ákveði nemandi að hætta námi við skólann ber honum að tilkynna skrifstofu skólans það tafarlaust. Ef nemandinn eru undir 18 ára aldri þarf skriflega staðfestingu forráðamanns.
 • Heimilt er að vísa nemanda frá námi og námsmati, í öllum eða einstökum áföngum, uppfylli hann ekki lágmarkskröfur um skólasókn.
 • Skólasókn nemenda er metin til einkunna. Nemandi sem er með 95%-100% í raunmætingu fær eina skólasóknareiningu sem nýtist sem hluti af frjálsu vali (nemandi skal vera skráður í 15 einingar á önn hið minnsta).
 • Minnt er á að fari óheimilar fjarvistir í einstökum áföngum undir 90% á önn að frádregnum leyfum og veikindum, hefur nemandinn fyrirgert rétti sínum til námsmats og þarf að sækja um undanþágu til áframhaldandi náms hjá skólameistara.
 • Skólasókn nemanda er birt í INNU. Nemendur og forráðamenn nemenda undir 18 ára aldri geta séð skólasókn sína í INNU. Úttekt er gerð á skólasókn nemenda þrisvar til fjórum sinnum á önn og í framhaldi af því eru veittar áminningar ef þeirra er þörf.
 • Fari raunmæting skólasóknar niður fyrir 95% fær nemandinn ábendingu frá umsjónarkennara.
 • Fari raunmæting skólasóknar niður fyrir 80% fær nemandi áminningu frá skólameistara sem bregðast þarf strax við ætli nemandi að komi í veg fyrir að vera vikið úr skóla. Sæki nemandi um að fá að er bæta ráð sitt ber honum að fara eftir þeim skilyrðum sem skólameistari setur honum.
 • Fjarvist í 60 mín. kennslutíma gefur 1 fjarvistarstig.
 • Að koma of seint í kennslutíma eða yfirgefa kennslutíma áður en honum lýkur gefur 0,33 fjarvistarstig.
 • Nemandi telst koma of seint í tíma ef hann kemur eftir að kennari hefur merkt við og hafið kennslu. Nemendur biðja kennara leyfis ef þeir þurfa að yfirgefa kennslustofuna áður en kennslu er lokið.

Fjarvistarmörk:

 • 5 feininga áfangar (4klst): 6 fjarvistarstig alls á önn
 • 1 einingar áfangar(2klst): 3 fjarvistarstig alls á önn

Reglur um niðurfellingu fjarvistarstiga

 • Vegna veikinda sem tilkynnt hafa verið á INNU og samþykkt.
 • Vegna leyfa sem skólameistari eða aðstoðarskólameistari hafa veitt.
 • Vegna tiltekinna starfa í stjórn NFFÍV að undanfengnu leyfi aðstoðarskólameistara.
 • Vegna ófærðar eða annarra óviðráðanlegra tilvika, enda geti nemandi skýrt og staðfest þá töf sem hann varð fyrir.
 • Niðurfelling fjarvistarstiga veitir ekki rétt til einingar fyrir skólasókn.
 • Öll frávik frá reglum þessum eru í höndum skólameistara og skólaráðs.
 
Uppfært október 2021