Í 3. gr. reglugerðar nr. 654/2009 um rétt nemenda í framhaldsskólum til kennslu í íslensku er kveðið á um að framhaldsskólar skuli setja sér móttökuáætlun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku.
Í greininni er kveðið á um að
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum kemur til móts við ofangreind ákvæði reglugerðar með eftirfarandi hætti, þar sem náms- og starfsráðgjafi skólans gegnir lykilhlutverki:
Innritun nemenda
Nemendur innrita sig í gegnum heimasíðu Menntagáttar (http://www.menntagatt.is) en geta komið á skrifstofu skólans og fengið aðstoð við umsóknina. Námsráðgjafi hefur frumkvæði að því að boða nemendur ásamt forráðamönnum í móttökuviðtal.
Móttökuviðtal
Námsráðgjafi skipuleggur viðtal við nemanda og forráðamenn hans. Túlkur er viðstaddur ef þess er þörf og sér skólinn um að útvega hann. Í viðtalinu er aflað upplýsinga um bakgrunn nemanda og aðstæður til að geta mætt einstaklingsbundnum þörfum hans. Þegar nemandinn kemur úr íslenskum grunnskóla óskar náms- og starfsráðgjafi samþykkis forráðamanna fyrir upplýsingaöflun þaðan.
Nemanda og forráðamönnum eru veittar upplýsingar um starfshætti skólans, þjónustu og skólareglur. Einnig stuðningur sem stendur nemandanum til boða, bæði í formi náms- og starfsráðgjafar auk annars stuðnings og kynnt sú starfsemi sem skólinn býður upp á utan lögbundinnar kennslu eins og félags- og tómstundastarf sem nemendafélag skólans stendur fyrir
Námsráðgjafi og umsjónarkennari eru nemanda, með annað móðurmál en íslensku, til aðstoðar og hittir umsjónarkennarinn nemendur sína að minnsta kosti einu sinni í viku.
Gerð einstaklingsnámskrár fyrir nemendur
Þeir áfangar sem nemandi er skráður í eru valdir í samráði við hann. Allir nemendur sem eru með annað móðurmál en íslensku taka áfangakeðjuna ÍSA1036 (Íslenska fyrir útlendinga). Þeir nemendum sem treysta sér til að taka áfangana ÍSL1026/1036 og áfram, er það heimilt.
Til að lágmarka hættu á félagslegri einangrun er nemendum af erlendum uppruna blandað inn í almenna áfanga. Þeir fá einnig íslenskan „skólafélaga“ til að styrkja félagsleg tengsl og gagnkvæma félagslega aðlögun milli erlendra nemenda og íslenskra.
Skipulag samstarfs milli kennara og sérfræðinga innan skólans
Samstarf er á milli kennara sem kenna nemendum með annað móðurmál en íslensku. Námsráðgjafi eða umsjónarkennari miðla upplýsingum til þeirra kennara sem kenna viðkomandi nemendum.