Ingibjörg Jónsdóttir
Beinn sími:488 1075
Netfang: ingibjorg@fiv.is
Námsráðgjöf Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum veitir nemendum skólans margvíslegan stuðning á meðan á námi stendur og hefur það að markmiði að skapa hverjum nemenda sem bestar aðstæður í námi.
Stuðningur felst m.a. í:
Nám í framhaldsskóla gerir oft aðrar kröfur til nemenda en nám í grunnskóla.
Meiri kröfur eru gerðar um sjálfstæði nemenda og eigið vinnuframlag.
Nemendur þurfa því oft að endurskoða námsvenjur sínar og námstækni.
Námsráðgjafi er trúnaðarmaður og málsvari nemenda og aðstoðar þá við lausn persónulegra vandamála sem hindra þá í námi. Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu um öll einkamál nemenda.
Námsráðgjafi stuðlar að auknum skilningi nemenda á eigin stöðu og möguleikum í námi og starfi og þjálfar þá til sjálfsábyrgðar.
Námsráðgjafi safnar og miðlar upplýsingum um nám og störf og sinnir tengslum við önnur skólastig og atvinnulíf.
Bókuð viðtöl
Hægt er að panta tíma á skrifstofunni í síma 488 1070 eða senda tölvupóst á ingibjorg@fiv.is
Skrifstofa ráðgjafa er á 4. hæð í stjórnunarálmu