UMSJ1SN01 - Umsjón - skólinn og námið

Lýsing

Umsjón – skólinn og námið

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1

Áfanginn er ætlaður nýnemum og miðar að því að auðvelda þeim að aðlagast námi og skólastarfi. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist skólanum, reglum hans, námsumhverfi og þeim úrræðum sem í boði eru. Farið er yfir grunnatriði í námstækni og skipulagi, vinnubrögð og ábyrgð nemenda. Nemendur fá leiðsögn í að setja sér raunhæf markmið, fylgjast með eigin framvindu og nýta tímann á árangursríkan hátt. Einnig er fjallað um forvarnamál, samskipti og líðan í skólaumhverfi.


Meginefni

  • Skólinn og skipulag náms
  • Skólareglur og ábyrgð nemenda
  • Ástundun og námsframvinda
  • Námstækni, skipulag og markmiðasetning
  • Námsgögn og upplýsingatækni í námi
  • Forvarnir, félagsfærni og líðan
  • Almenn ráðgjöf og leiðsögn
  • Samskipti og vinnubrögð í skóla

Markmið

  • Að loknum áfanganum skal nemandi:
  • Hafa fengið yfirsýn yfir skólastarfið, námsframboð og helstu reglur.
  • Geta nýtt sér grunnatriði í námstækni og skipulagi.
  • Sýna ábyrgð í ástundun og viðhorfi til náms.
  • Þekkja hvar hann getur leitað aðstoðar eða ráðgjafar.
  • Skilja mikilvægi góðrar líðanar og virðingar í skólasamfélaginu.

Námsmat

Námsmat byggir á þátttöku, ástundun og virkni í verkefnum og umræðum.

  • Áfanginn er metinn sem „staðið / fallið“