ENSK1FE04 - Enska með áherslu á ferðaþjónustu

enska fyrir ferðaþjónustu

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla er á að nemendur kynni sér ferðalög til annarra landa, hvernig hægt er að komast á áfangastað og hvað svæðið býður upp á fyrir ferðamenn. Nemendur velta fyrir sér umhverfinu, menningunni og fólkinu í landinu. Vinnuferlið miðast við að efla færni og sjálfsmynd nemenda til að takast á við það að verða sjálf ferðamenn sem ferðast til annarra landa í framtíðinni.

Þekkingarviðmið

 • Hugtakinu ferðaþjónusta
 • Mikilvægi þess að geta bjargað sér á öðru tungumáli
 • Ýmsum aldurs- og áhugamiðuðum hugtökum
 • Ferðalögum til annarra landa

Leikniviðmið

 • Nýta sér upplýsingar í umhverfinu, s.s. á flugvöllum og öðrum stöðum sem tengjast ferðaþjónustu
 • Kynna sér ferðaáætlanir, hótelupplýsingar og upplýsingar um áfangastaði á veraldarvefnum
 • Tjá sig í mæltu og/eða rituðu máli
 • Taka þátt í umræðum
 • Lesa og/eða hlusta á texta sér til gagns og gleði

Hæfnisviðmið

 • Ferðast um heiminn
 • Auka sjálfstraust sitt og trú á eigin færni
 • Lesa í og/eða nýta sér upplýsingar sem koma fram í útvarpi, sjónvarpi og í netmiðlum
 • Lesa í umhverfi, samskipti, tilfinningar og reglur í þeim tilgangi að átta sig á hvað er viðeigandi hverju sinni
 • Lesa í ýmsa texta, s.s. bækur, fréttir og fræðigreinar með eða án aðstoðar
 • Hlusta á aðra og tjá eigin skoðanir
Nánari upplýsingar á námskrá.is