UPPT1RV04 - Upplýsingatækni með áherslu á ritvinnslu

Ritvinnsla

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með grunnatriði ritvinnslu. Áhersla verður á forritin Microsoft Word og Microsoft Power Point og notkunarmöguleikar þeirra kynntir. Meðal annars verður nemendum kennt að vinna með útlit texta, blaðsíðutal og efnisyfirlit.

Þekkingarviðmið

 • Framsetningu texta í rituðu skjali
 • Ritun á stuttum textum
 • Mikilvægi þess að kunna að setja upp aðgengilegan texta, skjöl og kynningar af ýmsu tagi
 • Að það má alltaf bæta við kunnáttu sína á þessu sviði

Leikniviðmið

 • Vinna með ritvinnsluforrit
 • Vinna með glæruforrit
 • Leita mismunandi leiða í vinnuferlinu

Hæfnisviðmið

 • Senda frá sér vel upp sett skjöl og ritaðan texta
 • Efla sjálfstraust sitt
 • Útbúa kynningar fyrir aðra á skilmerkilegan og snyrtilegan hátt
 • Koma hugmyndum sínum á framfæri
Nánari upplýsingar á námskrá.is