STÆR1PR03 - Stærðfræði með áherslu á prósentureikning

Prósentureikningur

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla verður á prósentureikning með fjölbreyttri nálgun. Það verður m.a. gert með mismunandi verkefnavinnu, vettvangsferðum í verslanir, veraldarvefurinn verður notaður ásamt tilboðsbæklingum og spilum. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér.

Þekkingarviðmið

 • Grunnatriðum í prósentureikningi
 • Tölum og reikniaðgerðum
 • Forgangsröðun aðgerða

Leikniviðmið

 • Beita prósentureikningi í einföldum dæmum
 • Temja sér gagnrýna en um leið skapandi hugsun
 • Leysa úr stærðfræðilegum prósentuupplýsingum
 • Tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð

Hæfnisviðmið

 • Setja fram tölulegar upplýsingar
 • Skrá lausnir sínar á skipulagðan hátt
 • Reikna afslátt á vörum og/eða þjónustu
 • Beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu
 • Lesa í umhverfi sitt, t.d. í auglýsingabæklinga þar sem vörur eru auglýstar með afslætti
 • Reikna út afslætti og tilboð
Nánari upplýsingar á námskrá.is