Vélstjórnarbraut A

Vélstjórnarnám skiptist í meginatriðum í sex námsstig sem að námi loknu veita hvert um sig, að öðrum skilyrðum uppfylltum, rétt til að fá útgefið skírteini til starfa sem vélstjóri. Þetta námsstig (þriðja) er til réttinda til að gegna stöðu vélavarðar og vélstjóra á skipum með vélarafl 750 kW og minna. Til sjós er starfssvið vélstjóra að annast rekstur og viðhald vél- og rafbúnaðar og tryggja, í samvinnu við aðra yfirmenn um borð, að rekstur skipsins fullnægi gildandi lögum og reglum, s.s. um öryggi skipa og mengunarvarnir. Véla- og tækjabúnaður skipa er mjög fjölbreyttur þar sem skip eru hönnuð til ólíkra hlutverka. Störf vélstjóra eru því víðtæk og spanna starfssvið margra starfsstétta í landi.

Nemandi hafi náð 18 ára aldri og hafi náð fullnægjandi námsárangri í kjarnagreinum úr grunnskóla (eða sambærilegu námi), að mati skólans.