Rafvirkjun

Störf rafiðnaðarmanna eru marg­vísleg. Allt frá því að leggja háspennu­línur til þess að setja saman örmerki fyrir dýr. Rafvirkjar vinna mjög fjöl­breytt störf í rafiðngeir­anum. Þeir leggja raf­magn í nýbygg­ingar, setja upp raf­magn­stöflur, dósir, tengla og rofa og lýs­ingu ásamt net­kerfum. Þar sem tölvu­stýrð kerfi eru for­rita þeir jafn­framt kerfin. Raf­virkjar vinna mikið í iðnaði við raf­vélar og stýr­ingar, bæði við upp­setn­ingar og viðhald.

Markmið raf­virkja­brautar er að búa nem­endur undir að geta starfað sjálf­stætt við almenn störf raf­virkja. Að loknu námi eiga nem­endur að þekkja og kunna að vinna með helsta tækja­búnaði sem notaður er af raf­virkjum, geta lagt raf­magn í bygg­ingar, unnið við stýr­ingar og raf­vélar. Nem­endur verða færir um að starfa við framleiðslu og dreif­ingu raf­orku. Raf­virki á hæfniþrepi 3 býr yfir hæfni til að vinna sjálf­stætt, veita ráðgjöf, gera ítar­legar tíma- og kostnaðaráætlanir sem og skila sinni vinnu í sam­ræmi við vænt­ingar. Hann hefur djúpan skilning á þeim búnaði, verk­ferlum og fræðum sem snúa að hans vinnu. Hann getur viðað að sér auk­inni þekk­ingu í sam­ræmi við þau verk­efni sem fyrir liggja með því að nýta sér miðla og upp­lýs­ingar sem snúa að faginu og notað hina auknu þekk­ingu við störf sín.

Nemendur sem lokið hafa grunndeild rafiðna geta sótt um á rafvirkjabraut. Samhliða námi hefja nemendur samn­ingsleið sem felur í sér störf í umsjón meistara. Meistari og nemi votta hæfniþrep sem áskilin eru í rafrænni ferilbók. Að lok­inni útskrift og fer­ilbók öðlast neminn rétt á að þreyta sveins­próf.

Slóð á námsbraut í námskrá 

Hægt er að sækja um með því að smella á þennan hlekk