Ganga nemenda í áfanganum SAG2KM05

Mánudaginn 23. október fóru nemendur í söguáfanganum SAG2KM05 (Kvikmyndasaga)  í göngu út á hraun á slóðir Helliseyjarslyssins 1984  og þar sem Pelagus strandaði árið 1982 . Í áfangum var verið að horfa á myndina Djúpið en hún er innblásin af  Helliseyjarslysinu og þrekvirki Guðlaugs Friðþjófssonar (Kvikmyndavefurinn Djúpið)

Fleiri myndir úr göngunni má sjá með því að smella á myndina hér til hliðar