Jóga sem valgrein í FÍV

Framhaldsskóli Vestmannaeyja er einn af þeim framsýnu framhaldsskólum sem hefur um nokkra ára skeið boðið upp á jóga sem valgrein.

Að kynnast jóga strax í framhaldsskóla er dýrmætt, því í dag er langvarandi streita og andlegt álag stórt heilbrigðisvandamál og því er mikilvægt að nemendur öðlist tól og tæki í sína verkfærakistu til að takast á við þær áskoranir. Að kunna að hlúa að sjálfum sér og gefa sér tíma í daglegu amstri er mikilvægt.

 

Hér er slóð á grein sem birtist í Tígli 25.03.2023