SAGA1MF05 - Mannkynsaga til 1800

mannskynssaga til 1800

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Hér er sögunni fylgt frá fornöld og fram til um 1800 e.Kr. Markmiðið er að nemendur fái yfirlitsgóða þekkingu á sögulegri þróun á þessu tímabili. Ennfremur verður leitast við að skoða sérstaklega einstök efnisatriði innan tímabilsins sem áhrif hafa haft á þróun vestrænnar menningar þ.m.t. íslensks samfélags. Gert er ráð fyrir að nemendur taki virkan þátt í umræðum og verkefnavinnu og kynnist þannig verklagi og hugsun sem þarf til þess að vinna með söguleg viðfangsefni.

Þekkingarviðmið

  • helstu tímaskeiðum tímabilsins, hvað markar upphaf þeirra og endi og hvað einkennir þau
  • helstu hugtökum og atburðum tímabilsins sem tengjast sögu Íslands
  • samhengi sögulegrar þróun Íslands við aðrar þjóðir
  • grunnþáttum varðandi vinnu með söguleg viðfangsefni og miðlun þeirra

Leikniviðmið

  • greina og ræða söguleg viðfangsefni á skipulegan hátt
  • vinna með heimildir á einfaldan hátt

Hæfnisviðmið

  • greina og meta orsakasamband milli sögulegra atburða og efnisatriða
  • tjá sig um söguleg álitamál á rökrænan hátt
  • vinna heildstætt verkefni sjálfstætt sem og í hóp með öðrum nemendum
Nánari upplýsingar á námskrá.is