FÉLA2KA05 - Kenningar og aðferðafræði

Kenningar og aðferðafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Fimm fein. í félagsvísindum á 1. þrepi.
Í þessum áfanga er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar og kynntar helstu kenningar greinarinnar með það að markmiði að nemendur öðlist skilning á lykilhugtökum greinarinnar og geti sett þau í fræðilegt samhengi. Í lok áfangans skulu nemendur hafa skilning á grundvallar hugtökum, kenningum og vinnubrögðum félagsfræðinnar og geti beitt þeim við túlkun og greiningu á samfélaginu.

Þekkingarviðmið

  • helstu frumkvöðlum félagsfræðinnar og geta lýst framlagi þeirra til greinarinnar
  • grunnkenningum félagsfræðinnar
  • aðferðum sem notaðar eru við rannsóknir innan félagsfræðinnar
  • lykilhugtökum félagsfræðinnar
  • heimildavinnu innan félagsfræðinnar

Leikniviðmið

  • beita félagsfræðikenningum til að skoða samfélagsleg málefni
  • nota aðferðarfræði félagsfræðinnar við einföld verkefni
  • fjalla um og bera saman kenningar
  • útskýra áhrif kenninga á samfélagsleg viðfangsefni

Hæfnisviðmið

  • tjá sig skipulega um einstaka efnisþætti innan félagsfræðinnar
  • geta tekið þátt í umræðum um samfélagsleg málefni og myndað sér skoðanir sem byggðar eru á hugtökum og kenningum innan félagsfræðinnar
  • geta framkvæmt einfalda rannsókn og áttað sig á helstu niðurstöðum
  • afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér
Nánari upplýsingar á námskrá.is