ÍÞAA2AK05 - Íþróttaakademía

Lýsing

Íþróttaakademía : handknattleikur - knattspyrna

Einingafjöldi : 5

Þrep : 2

Afreksakademía ÍBV og FÍV

Áfangalýsing
Afreksakademían er ætluð nemendum sem vilja, samhliða bóknámi, stunda íþrótt með álagi og metnaði. Akademían er samstarfi á milli ÍBV og FÍV og boðið hefur verið upp á markvissar æfingar í handknattleik og knattspyrnu frá upphafi árs 2011.

Helstu þættir námsins

  • Tækniæfingar tvisvar í viku undir leiðsögn menntaðra þjálfara: þriðjudags- og fimmtudagsmorguna kl. 08:00 - 09:25.
  • Styrktaræfingar tvisvar í viku, valfrjálst tíma­val innan stundatöflu.
  • Bóklegir tímar: Í þeim eru einkum þættir eins og íþróttasálfræði, leikgreiningar, taktík, mataræði, teipingar og skyndihjálp.

Markmið námsins

  • Að veita nemendum tækifæri til að bæta sig verulega, bæði líkamlega og andlega. 
  • Að efla sjálfstraust, styrkja sjálfsmynd og tileinka nemendum þátttöku í liðsheild þar sem krafist er bæði einstaklingsframlags og samvinnu.
  • Að nemendur tileinki sér aga og lífsstíl sem styður við árangur í íþróttstarfi og námi.

Skilyrði og reglur

  • Nemandi skal mæta á allar æfingar hjá ÍBV og sinna öllum þáttum námsins.
  • Nemandi má ekki neyta áfengis, tóbaks, nikótínpúða né annarra fíkniefna.
  • Nemandi skrifar undir lífsstílssamning við upphaf skólaárs.