ÍÞAA2AK05 - Íþróttaakademía
Lýsing
Íþróttaakademía : handknattleikur - knattspyrna
Einingafjöldi : 5
Þrep : 2
Afreksakademía ÍBV og FÍV
Áfangalýsing
Afreksakademían er ætluð nemendum sem vilja, samhliða bóknámi, stunda íþrótt með álagi og metnaði. Akademían er samstarfi á milli ÍBV og FÍV og boðið hefur verið upp á markvissar æfingar í handknattleik og knattspyrnu frá upphafi árs 2011.
Helstu þættir námsins
- Tækniæfingar tvisvar í viku undir leiðsögn menntaðra þjálfara: þriðjudags- og fimmtudagsmorguna kl. 08:00 - 09:25.
- Styrktaræfingar tvisvar í viku, valfrjálst tímaval innan stundatöflu.
- Bóklegir tímar: Í þeim eru einkum þættir eins og íþróttasálfræði, leikgreiningar, taktík, mataræði, teipingar og skyndihjálp.
Markmið námsins
Skilyrði og reglur