ÍÞRÓ1GH02 - Grunnþættir í íþróttum og heilsurækt
Lýsing
Íþróttir: grunnþættir í íþróttum og heilsurækt
Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Áfanginn byggist upp á almennri hreyfingu í íþróttasal og/eða útiveru. Einnig er kennt í kennslustofu. Farið í helstu íþróttagreinar og áhrif þjálfunar á líkamann.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- upphitun, liðleika, þolþjálfun, styrktarþjálfun, þolprófum og heilsueflingu
- þeim þáttum sem snúa að uppbyggingu líkamans og viðhaldi hans.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- stunda líkamsrækt sjálfir sér til ánægju og heilsubótar.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- þjálfa færni, styrk, kraft og liðleika og gera sér grein fyrir merkingu þjálfunar.