MEIS4EB03 - Efnisfræði og burðarþol
Lýsing
Meistaranám : Efnisfræði og burðarþol
Einingafjöldi : 3
Þrep : 4
Nemendur þekki eðlis- og efnafræðieiginleika efna. Kynnist grunnþáttum eðlisfræði bygginga og einstökum vistfræðiþáttum, svo sem hita, raka og hljóðvist, grunnþáttum kraftafræðinnar, álagsstöðlum sem settir eru í byggingarreglugerð. Fjallað um áhrif náttúruafla á byggingar og byggingarefni og rætt um áhrif og afleiðingu loftmengunar.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- efnisfræði í faginu og hafa yfirlit yfir þá krafta sem verka á mannvirki.
- helstu byggingarefnum sem notuð eru í dag og eiginleikum þeirra.
- helstu kröftum sem verka á byggingar.
- áhrifum náttúruafla á byggingar og byggingarefni.
- vistfræðiþáttunum hita, raka og hljóðvist í byggingum.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa úr einföldum kraftreikningum.
- leita upplýsinga í byggingarreglugerð varðandi vistfræðiþætti.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- meta styrkleika byggingarhluta út frá þeim kröftum sem á bygginguna verka.
- meta burðarþol byggingarvirkja til að geta leyst algeng og hefðbundin verkefni við notkun byggingarefna.
Námsmat
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.
Fyrirmynd: MEFB4MS03(BA)