Allir áfangar skólans eru í kennslukerfi Innu. Kennslukerfið er nokkurs konar skóli í netheimum, þar sem hver áfangi á sér samastað.
Nemendur komast þar í samband við kennara áfangans og samnemendur. Þar eru vistuð ýmis námsgögn, svo sem textar, hljóðskrár, myndbandsskeið, námsáætlanir, gagnvirk verkefni og fleira.
Í sérhverjum áfanga er að finna:
- Nákvæm námsáætlun sem er í samræmi við áfangalýsingu á netinu.
- Vikuleg áætlun um yfirferð námsefnis.
- Nákvæm lýsing á verkefnum og skilatíma þeirra.
- Samsetning námsmats.
Kennslan fer fram í Innu, þar sem nemandi er í tengslum við kennara sinn og aðra nemendur.
Í Innu setur kennarinn inn það efni sem nemandinn þarf til námsins, svo sem:
- Námsáætlun
- Vikuáætlun.
- Námsefni- er fjölbreytt, bækur, tímarit, rafræn námsgögn á neti og vefsíður.
- Verkefni.
- Æfingar og próf.
Nemendur þurfa að skipuleggja tíma til námsins í samræmi við námsáætlun, nemendur geta fengið leiðbeiningar við námstækni.
Fjarnámsnemendum stendur til boða aðgengi að ráðgjöf varðandi námið og aðgengi að bókasafni skólans.
Í kennslukerfinu er hægt að senda póst til kennara og samnemenda, taka þátt í umræðum og spjalli. Kennarar svara öllum fyrirspurnum innan tveggja virkra sólarhringa.