Miðannarmat/Vörður

Á hverri önn fer fram fjölbreytt námsmat í skólanum. Með námsmati gefa kennarar nemendum tilsögn um stöðu þeirra í hverjum áfanga fyrir sig. Námsmatið byggir fyrst og fremst á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram í viðkomandi áfanga. Reglulega yfir önnina fá nemendur endurgjöf frá kennurum um stöðu þeirra í náminu (vörður). Markmiðið með slíku fyrirkomulagi er í fyrsta lagi til að aðstoða nemendur við að átta sig á hvar þau standa í náminu og aðstoða þau við að sjá og skilja styrkleika sem þau búa yfir og veikleika sem þarf að huga betur að. Einnig er námsmatið hugsað sem hvatning til að skipuleggja og stunda námið af kappi og í þriðja lagi til að draga úr brottfalli nemenda.

Námsmatið í vörðunum er með svipuðum hætti og miðannarmatið hefur verið áður og flestir nemendur skólans kannast við:

V = Þér gengur mjög vel og ert að standast kröfur áfangans.

T = Þú hefur ágætis tök á efninu en verður að halda sig vel við efnið til að standast kröfur áfangans.

S=  Núverandi staða þín í áfanganum er ekki nægilega góð. Þú þarf að taka þig vel á til að standast kröfur áfangans.

Eyða/X = Ekki eru forsendur til að meta stöðu þína í áfanganum

 

Uppfært september 2023