Eldri námsbrautir

Nám til stúdentsprófs

Námið er 140 einingar sem skiptist í kjarna (98 ein.) kjörsvið (30 ein.) og val (12 ein.). Kjarni námsbrauta er nánast eins í öllum skólum, sem m.a. gerir fólki kleift að flytjast næsta auðveldlega á milli skóla. Kjörsvið eru fjölbreytt og gefa svigrúm til að velja bæði m.t.t. áhugasviða og þá lokamarkmiðs með námi á viðkomandi braut. Valeiningarnar 12 gefa nemandanum síðan möguleika á að kynnast greinum sem ekki tilheyra endilega hans námssviði eða braut. Meðalnámstími eru átta annir, en afburðanámsmenn geta tekið námið á styttir tíma.

Unnt er að ljúka stúdentsprófi af , félagsfræðabraut, og náttúrufræðibraut. Á félagsfræðabrautinni eru samfélagsgreinar fyrirferðarmestar, bæði í kjarna og kjörsviðum og á náttúrufræðibrautinni ráða náttúrufræði, raungreinar og stærðfræðin ríkjum.

Vegna mismunandi inntaks í námi á brautunum þá búa þær nemendur undir mismunandi framhaldsnám. Próf af félagsfræðabraut er góður undirbúningur fyrir háskólanám í hugvísindum, félags- og uppeldisgreinum.  Náttúrufræðibrautin er góð til undirbúnings háskólanámi í heilbrigðisgreinum, verkfræði og raunvísindum. Nemendur sem lokið hafa starfsnámsbrautum geta fengið fyrra nám sitt metið og lokið viðbótarnámi til stúdentsprófs.