Námsframvinda

Námsframvinda nemenda er háð ýmsum þáttum og breytilegum eftir hverjum og einum. Skiptir þar t.d. máli hvernig nemandi hefur staðið sig í grunnskóla.
Sú frammistaða segir bæði til um hverjar brautir standa nemendum opnar í framhaldsskóla og einnig hvort þeir fara í hrað- eða hægferðaráfanga.
Reglur um framgang náms:

  • Frá og með annarri önn skal nemandi ljúka a.m.k. 15 feiningum á önn eða fullnægjandi námsárangri í því sem svarar 18 kennslustundum á viku. Takist nemanda það ekki telst hann fallinn á önninni og fær þannig engar einingar á þeirri önn.
  • Falli nemandi á önn (sbr. 1. gr.) á hann rétt á að láta þá áfanga standa þar sem hann hefur fengið einkunnina 7 eða hærra, haldi nemandi áfram námi við skólann.
  • Skóla er ekki skylt að endurinnrita nemanda hafi hann fallið á tveimur önnum í röð.
  • Nemanda er heimilt að þreyta próf þrívegis í sama áfanga.
  • Falli hann í sama skylduáfanga í þriðja sinn er hægt að gera honum að endurtaka undanfara áfangans.
  • Nemanda er þó heimilt að undangengnu samráði við námsráðgjafa að sækja um setu í áfanga í fjórða sinn til skólaráðs.
  • Ef fall í einum áfanga kemur í veg fyrir að nemandi geti útskrifast skal honum leyft að endurtaka próf í þeim áfanga í lok sömu annar.
  • Til að standast próf í áfanga og fá leyfi til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunn 5. Þó er nemanda heimilt að útskrifast með einkunnina 4 ef um lokaáfanga eða stakan áfanga er að ræða. Þessir áfangar gefa ekki einingar.
  • Skólaráð getur veitt undanþágur frá ofantöldum ákvæðum.