Heimildaleit og ritgerðasmíð

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum leggur áherslu á að nemendur beri virðingu fyrir heimildum.

Nemendur skuli nota Handbók um ritun og frágang eftir Ingibjörgu Axelsdóttur og Þórunni Blöndal.

Mælst er til að nemendur kaupi þessa bók í upphafi náms en til eru eintök á bókasafni skólans til notkunar á staðnum.

Nauðsynlegt er þó að halda sig við sama kerfið í sömu ritgerð. Eitt algengasta kerfið er APA kerfið og nota kennarara við FÍV það.

Hér má finna leiðbeiningar hvernig á að vitna í og vísa í heimildir. Hvernig skrá á heimildir og raða niður. Miðað við útgáfureglur APA

Hér kemur  mjög góð síða sem hægt er að nýta sér https://ru.libguides.com/apa

Mjög góðar upplýsingar um heimildaöflun og hagnýtar leiðbeiningar við ritgerðasmíð er einnig að finna á síðu Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns

Mjög gott er að nota leiðréttingarforrit til að leiðrétta stafsetningu .  Skrambi er mjög gott villuleitarforrit sem Stofnun Árna Magnússonar sér um 

Við notkun heimilda er mikilvægt að átta sig á áreiðanleika þeirra. Á þetta sérstaklega við um heimildir af Netinu. 

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum  notar Turnitin sem er forrit sem á að koma í veg fyrir ritstuld. 

Hér má finna reglur um verkefnavinnu og meðferð heimilda Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum sem og viðurlög við brotum 

 

Uppfært mars 2021