Gjaldskrá 2024-2025

Innritunargjöld (allir skráðir nemendur)   6.000 kr. á önn.
Aukagjald ef sótt er um eftir að umsóknarfrestur er liðinn

  1.500 kr. önn.

Aukagjald ef greitt er eftir eindaga

  1.500 kr. önn.

Almennt þjónustugjald (allir skráðir nemendur) 10.000 kr.
Nemendafélag (valkvætt)   6.000 kr.
Fjarnám-dreifnám

Kennslugjald 3.000 kr. eining á önn.

Iðnmeistaranám  Kennslugjald 5.000 kr. eining á önn.
   
Efnisgjöld (upplýsingar um efnisgjöld einstakra áfanga má sjá í Innu) 5.000- 25.000 kr. 
Mat á fyrra námi 2.000-10.000 kr. 
Umsýsla vegna umsókna erlendis 7.500 kr.
Endurtektarpróf/námsmat vegna brautskráningar 18.000 kr.
Aukapróf 25.000 kr.
Leiga á skáp ( á önn)  1.000 kr.  (3.000kr. tryggingargjald)
Ljósritun  20 kr. blaðið
Próftökugjald vegna prófs frá öðrum skóla  3.000 kr.
   

Leiga á húsnæði

Húsnæði skólans fæst leigt til funda, námskeiða og menningarviðburða og annarra nota sem samrýmast hlutverki skólans svo fremi sem það truflar ekki starfsemi skólans og samrýmist hlutverki hans. Skólameistari metur hvaða starfsemi truflar ekki starfsemi skólans og samrýmist hlutverki hans. Samkomum í húsnæði skólans skal lokið fyrir klukkan 24:00. Sala áfengis og neysla þess er óheimil í húsnæði skólans. Einnig er óheimilt að neyta tóbaks og annarra fíkni- eða vímuefna í skólanum og á lóð hans. Verkstæði eru aðeins leigð í samráði við kennara sem annast umsjón með þeim og aðeins til iðnaðarmanna. Leigutaki getur þurft að borga laun vegna viðveru starfsmanns til viðbótar leigu. Leigutaki er ábyrgur fyrir skemmdum á húsnæði og búnaði sem hann leigir og þar með skaðabótaskyldur verði hann sjálfur, starfsmenn hans eða gestir valdir að skemmdum.

Almenn kennslustofa í klukkustund 6.500 kr.

Verkstæði í klukkustund 18.000 kr.

Salur skólans í 5 klukkustundir eða skemmri tíma 60.000 kr.

Salur skólans í einn dag (08:00-24:00) 120.000 kr.

 

* Athugið að nemendur þurfa einnig að greiða þjónustugjald og efnisgjöld þar sem það á við.
 
Gjaldskráin byggir á 45. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 ásamt reglugerð nr. 614/2009 um gjaldtökuheimildir opinberra framhaldsskóla.