Skólasóknarreglur

Í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum er lögð áhersla á að nemendur mæti stundvíslega í allar kennslustundir.

Reglur um skólasókn:

  • Nemendur skulu sækja allar kennslustundir stundvíslega.
  • Leyfi til fjarveru veita skólameistari og aðstoðarskólameistari. Veikindi ber að tilkynna að morgni þá daga er þau standa í Innu. Framvísa skal vottorði þegar veikindi hafa verið tilkynnt fjórum sinnum. (Samfelld veikindi teljast eitt skipti)
  • Heimilt er skóla að vísa nemanda frá námi og prófum, í öllum eða einstökum áföngum, uppfylli hann ekki lágmarkskröfur um skólasókn.
  • Skólasókn nemenda er metin til einkunna. Nemandi sem er með 90% eða meira í raunverulega skólasókn fær námseiningu.

Minnt er á að fari óheimilar fjarvistir í einstökum áföngum yfir 10% á önn að frádregnum leyfum og veikindum, hefur nemandinn fyrirgert rétti sínum til próftöku og telst fallinn í áfanganum .

Fjarvistarmörk eru sem hér segir:

3 eininga áfangar (4klst): 6 fjarvistarstig alls á önn
2 eininga áfangar (4klst): 6 fjarvistarstig alls á önn
2 eininga áfangar (3klst): 4 fjarvistarstig alls á önn
1 einingar áfangar(2klst): 3 fjarvistarstig alls á önn

Fjarvist í 60 mín. kennslutíma gefur 1 fjarvistarstig.
Að koma of seint í kennslutíma gefur 1/3 fjarvistarstig.

Nemandi telst koma of seint í tíma ef hann kemur eftir að kennari hefur merkt við hópinn.

Nemendur sem þurfa að fá leyfi þurfa að sækja um það fyrirfram hjá skólameistara eða aðstoðarskólameistara.

Veikindi á að tilkynna að morgni dags í Innu,forráðamenn nemenda yngri en 18 ára þurfa að sjá um þá skráningu. Langvarandi eða þrálát veikindi þarf að staðfesta með læknisvottorði.
Ekki er hægt að tilkynna veikindi eftir að þeim lýkur.

 Reglur um niðurfellingu fjarvistarstiga:

  • Vegna veikinda sem tilkynnt hafa verið á Inu og samþykkt.
  • Vegna leyfa sem skólameistari eða aðstoðarskólameistari hafa veitt.
  • Vegna tiltekinna starfa í stjórn NFFÍV að undanfengu leyfi skólameistara.
  • Vegna ófærðar eða annarra óviðráðanlegra tilvika, enda geti nemandi skýrt og staðfest þá töf sem hann varð fyrir.
  • Niðurfelling fjarvistarstiga veitir ekki rétt til einingar fyrir skólasókn.
  • Öll frávik frá reglum þessum eru í höndum skólameistara og skólaráðs.