Vinnureglur

  1. Nemendur og kennarar skulu ævinlega sýna kurteisi og virðingu í samskiptum sín á milli.
  2. Nemendur verði búnir að kaupa námsbækur innan viku eftir að skóli hefst. Ef misbrestur er á því fara umsjónarkennarar í málið (hafa samband heim).
  3. Nemendur komi alltaf með kennslubækur og geri sig klára til náms í upphafi hvers tíma. Það er, að finna til bækur og annað sem nota skal, slökkva á síma, ipod og tölvu nema kennari leyfi annað.
  4. Ef nemendur tilkynna sig veika í skyndiprófum eða öðrum verkefnum sem gilda inn í vetrar- eða prófseinkunn, skulu þeir skila læknisvottorði til skrifstofu eða viðkomandi kennara.
  5. Ekki er heimilt að neyta matar eða drykkja í kennslustundum nema með leyfi kennara.
  6. Kennarar og nemendur skulu kappkosta að skila kennslustofu í lok tíma, snyrtilegri, með sömu uppstillingu borða og var áður og með hreinni töflu.
  7. Nemendur fá „of seint“ ef þeir koma eftir að kennari hefur merkt við og hafið kennslu. Nemendur biðja kennara leyfis ef þeir þurfa að yfirgefa kennslu-stofuna áður en kennslu er lokið.
  8. Kennarar skila einkunn, umsögn  eða annari endurgjöf verkefna og prófa eins fljótt og kostur er.
  9. Nemendur fá að fara 10 mínútum fyrir tímaskipti, sem ekki liggja að frímínútum eða hádegishléi, þegar þeir eru að fara í eða úr íþróttatíma í Íþróttahúsinu.
  10. Um skilaverkefni: Nemendur leggi áherslu á vandað málfar í texta og geti alltaf heimilda eftir þeim reglum sem í gildi eru. Svara skal spurningum með eigin orðum og í heilum setningum.