EFNA2ES05 - Efnaorka, lotukerfi, efnatengi, lögun sameinda.

Efnaorka, efnatengi, lotukerfi, lögun sameinda

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: EFNA2AM05
Í þessum áfanga er haldið áfram með grunnatriði efnafræðinnar jafnframt því sem byrjað er að byggja ofan á fyrri þekkingu. Efnisþættir eru: orkuhugtakið almennt og í tengslum við efnahvörf, Nánar fjallað um Lotukerfi og orkustiga rafeinda, skematísk framsetning efnatengja og Lewis myndir, tengi innan og á milli sameinda, flokkar efnasambanda, lögun sameinda, VSPER þrívíddarkerfið og IUPAC nafnakerfið.

Þekkingarviðmið

 • grunnhugmyndum um orku og lögmál um varðveislu orkunnar, innri orku og hvarfvarma
 • skematískri framsetningu tengja
 • áttureglunni og tengslum hennar við Lotukerfið
 • hvernig tákna má sameindir í fleti og teikna Lewis myndir
 • tengjum innan sameinda og milli sameinda
 • flokkun efnasambanda
 • lögun sameinda
 • IUPAC nafnakerfi

Leikniviðmið

 • reikna stöðu- og hreyfiorku út frá mælistærðum
 • vinna með umbreytingu orku milli orkuforma og nota orku með efnajöfnum, teikna Lewis myndir og nota þær til að finna líklegustu samsetningu sameindar
 • greina á milli tengjagerða innan sameinda og milli sameinda
 • greina flokka efnasambanda og gefa efnunum nöfn samkvæmt IUPAC nafnakerfinu
 • skrifa skýrslur um tilraunir

Hæfnisviðmið

 • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
 • túlka efnatákn og efnajöfnur
 • nýta hópavinnu til að leysa flóknari viðfangsefni
 • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
 • setja niðurstöður úr verklegum æfingum fram á skýran hátt
 • tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi í auknum mæli
 • nota fyrirliggjandi gögn til að leysa flóknari verkefni en áður
Nánari upplýsingar á námskrá.is